Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
greinilega er uppistaða eða öllu heldur undirstaða íslenzks tréskurðar-
skrautverks frá upphafi rómansks stíls og til loka alþýðulistarinnar.
Teinungafyrirkomulagið hélt sér alla tíð, en tók á sig mörg og mis-
munandi gervi í aldanna rás eftir því sem ný stílfyrirbrigði höfðu
áhrif á hann, og hvenær sem var gat hið gamla rómanska form hans
birzt í furðu hreinni mynd. Frú Mageroy gerir grein fyrir því, að það
séu einkum tvö forn afbrigði teinungs, sem gæti sérlega mikið í ís-
lenzkri alþýðulist, þ. e. a. s. hinn germanskkynjaði flókni og saman-
fléttaði með miklum uppundningum, og svo hinn einfaldi svonefndi
býzansk-kynjaði. Hinn „íslenzki stíll“ byggir á þeim fyrrnefnda. Ann-
ars er engin leið að gera hér grein fyrir átökum frú Mageroy við hið
óstýriláta efni sitt, og verður að vísa til margra og góðra skýringar-
teikninga, sem sýna öll helztu afbrigði teinungsins.
1 lokakaflanum fer frúin nokkrum almennum orðum um stöðu tré-
skurðarins í þjóðfélaginu, hann er sveitamannalist eins og vænta má,
mjög íhaldssamur, en áhrif frá borgal'ist samtímans sjást þó, einkum
og sér í lagi á 18. öld, þá ber mest á fagmennsku í tréskurðinum.
Áhrifin koma frá Kaupmannahöfn eins og að líkum lætur. Bent er á,
hve mjög þetta íslenzka tréskraut lifi sínu lífi án þess að leita fyrir-
mynda í náttúrunni, íslenzkum jurtaformum bregður ekki fyrir, það
er heimur skrautverksins, sem alltaf er ausið af aftur og aftur. Stund-
um er kannski erfitt að sjá fyrirmyndir skreytis, svo að manni getur
fundizt maður vera staddur í staðleysulandi, en þegar á heild er litið,
er það ekki svo, þvert á móti er alltaf sama fasta jörðin undir fótum
með sinn forna og rótfasta gróður, sem ný grös og blóm skjóta öng-
um sínum innan um, eftir því sem þeim svifar hingað á hverjum tíma.
Kjarninn helzt, sá sem gerir íslenzkan tréskurðarhlut alltaf au'ðþekkt-
an hvar sem hann hittist.
10.
Ég finn til þess, að erfitt er að gera grein fyrir efni þessarar bók-
ar í eins konar útdrætti, þar sem bókin er í sjálfu sér yfirlitsverk.
Ekki kemur að gagni annað en að lesa bókina sjálfa með sífelldum
samanburði við hinar fjölmörgu og góðu myndir, sem henni fylgja.
Þótt ekki væri fyrir annað en þær, væri þetta verk stórmerkt fram-
lag til íslenzkrar listsögu. Ljósmyndir eru hvorki meira né minna en
892, mjög margar þeirra eftir Gísla Gestsson safnvörð, auk áður-
nefndra skýringarteikninga. Hér skal þá um leið sagt, að þessi bók
er mjög fallega útgefin af stofnun Árna Magnússonar, allt prentað á