Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 120

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 120
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS greinilega er uppistaða eða öllu heldur undirstaða íslenzks tréskurðar- skrautverks frá upphafi rómansks stíls og til loka alþýðulistarinnar. Teinungafyrirkomulagið hélt sér alla tíð, en tók á sig mörg og mis- munandi gervi í aldanna rás eftir því sem ný stílfyrirbrigði höfðu áhrif á hann, og hvenær sem var gat hið gamla rómanska form hans birzt í furðu hreinni mynd. Frú Mageroy gerir grein fyrir því, að það séu einkum tvö forn afbrigði teinungs, sem gæti sérlega mikið í ís- lenzkri alþýðulist, þ. e. a. s. hinn germanskkynjaði flókni og saman- fléttaði með miklum uppundningum, og svo hinn einfaldi svonefndi býzansk-kynjaði. Hinn „íslenzki stíll“ byggir á þeim fyrrnefnda. Ann- ars er engin leið að gera hér grein fyrir átökum frú Mageroy við hið óstýriláta efni sitt, og verður að vísa til margra og góðra skýringar- teikninga, sem sýna öll helztu afbrigði teinungsins. 1 lokakaflanum fer frúin nokkrum almennum orðum um stöðu tré- skurðarins í þjóðfélaginu, hann er sveitamannalist eins og vænta má, mjög íhaldssamur, en áhrif frá borgal'ist samtímans sjást þó, einkum og sér í lagi á 18. öld, þá ber mest á fagmennsku í tréskurðinum. Áhrifin koma frá Kaupmannahöfn eins og að líkum lætur. Bent er á, hve mjög þetta íslenzka tréskraut lifi sínu lífi án þess að leita fyrir- mynda í náttúrunni, íslenzkum jurtaformum bregður ekki fyrir, það er heimur skrautverksins, sem alltaf er ausið af aftur og aftur. Stund- um er kannski erfitt að sjá fyrirmyndir skreytis, svo að manni getur fundizt maður vera staddur í staðleysulandi, en þegar á heild er litið, er það ekki svo, þvert á móti er alltaf sama fasta jörðin undir fótum með sinn forna og rótfasta gróður, sem ný grös og blóm skjóta öng- um sínum innan um, eftir því sem þeim svifar hingað á hverjum tíma. Kjarninn helzt, sá sem gerir íslenzkan tréskurðarhlut alltaf au'ðþekkt- an hvar sem hann hittist. 10. Ég finn til þess, að erfitt er að gera grein fyrir efni þessarar bók- ar í eins konar útdrætti, þar sem bókin er í sjálfu sér yfirlitsverk. Ekki kemur að gagni annað en að lesa bókina sjálfa með sífelldum samanburði við hinar fjölmörgu og góðu myndir, sem henni fylgja. Þótt ekki væri fyrir annað en þær, væri þetta verk stórmerkt fram- lag til íslenzkrar listsögu. Ljósmyndir eru hvorki meira né minna en 892, mjög margar þeirra eftir Gísla Gestsson safnvörð, auk áður- nefndra skýringarteikninga. Hér skal þá um leið sagt, að þessi bók er mjög fallega útgefin af stofnun Árna Magnússonar, allt prentað á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.