Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMINJALÖG
11
31. gr.
Ef slíkar breytingar, sem um er getið í 1. málsgr. 30. gr., hafa
verið gerðar án leyfis húsafriðunarnefndar, getur hún lagt fyrir
eiganda að færa húsið eða húshlutann í hið fyrra horf innan hæfilegs
frests. Nú sinnir eigandi ekki fyrirmælum nefndarinnar, og getur
hún þá, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, látið framkvæma
verkið á kostnað eiganda.
32. gr.
Ef vanrækt er viðhald húss í A-flokki eða ytra borðs húss eða hús-
hluta í B-flokki, getur húsafriðunarnefnd lagt fyrir eiganda eða af-
notahafa að gera umbætur innan hæfilegs frests. Nú líður frestur, án
þess að úr sé bætt, og getur þá húsafriðunarnefnd, að fengnu sam-
þykki menntamálaráðherra, látið framkvæma verkið á kostnað eig-
anda eða afnotahafa.
33. gr.
Nú verður friðlýst eign fyrir spjöllum af eldi eða öðrum ástæðum,
og skal eigandi eða afnotahafi þá gera húsafriðunarnefnd viðvart
um það þegar í stað. Lætur nefndin þá fara fram skoðunargerð og
mat á spjöllum. Ef ráðizt verður í endurbyggingu, gilda ákvæ'ði 30. gr.
34. gr.
Nú samþykkir eigandi húss eða húshluta friðun, þar á meðal að hús
verði hvorki rifið né flutt af stað sínum, og skal þá þinglýsa sérstak-
lega yfirlýsingu hans um það, enda bindur hún þá einnig síðari eig-
endur eða aðra rétthafa að eigninni.
Þegar svo stendur á sem í 1. mgr. segir, getur húsafriðunarnefnd
veitt eiganda styrk til viðhalds á eigninni, ef hún telur það sann-
gjarnt vegna friðunarákvæ'ða, enda hafi verið veitt fé á fjárlögum í
þeim tilgangi. Hafi friðun verið ákveðin samkvæmt 2. mgr. 26. gr.,
ákveður sveitarstjórn styrkinn og greiðist hann úr sveitarsjóði.
35. gr.
Nú vill eigandi friðaðs húss eða húshluta, sem ákvæði 34. gr. taka
ekki til, rífa húsið eða flytja það af stað sínum, og skal hann þá sækja
um leyfi til þess til húsafriðunarnefndar. Nefndin skal, svo fljótt
sem við verður komi'ð, senda menntamálaráðherra umsóknina með
tillögum sínum. Ef ráðherra leyfir niðurrif eða brottflutning, skal,
að framkvæmd lokinni, aflýsa friðunarkvöðinni. Hafi sveitarstj órn
ákveðið friðun, sendir nefndin henni erindið til ákvörðunar á sama
hátt.
Ef ráðherra samþykkir ekki umsóknina, getur hann, að fengnum