Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hennar. Lítið hefur verið skrifað um íslenzkan tréskurð, einkum þó
frá síðari öldum, og næstum ekkert í stærra samhengi. Efnið er hins
vegar geysilega mikið og fjölþætt, og furðar sig enginn á því, þótt
erfitt reyndist að koma því öllu saman í bönd í einu ritverki. Frú
Mageroy hefur því tekið þann kost áð halda sig við jurtaskreytið í
tréskurðinum, eins og nafn bókarinnar sýnir, enda er það burðarásinn
í þessari listgrein, og verður þetta að teljast skynsamlegt, svo og hitt
að freista þess ekki að gera grein fyrir hverjum einasta tréskurðar-
hlut, heldur stikla á stóru og reyna með hæfilegu úrvali að draga upp
heildarlínur. Þetta er eina færa leiðin til þess að rata gegnum f jölgresi
tréskurðarins, og er þó satt að segja nógu erfitt samt.
Hér verður reynt að gera grein fyrir efni og niðurstöðum þessarar
bókar í sem stytztu máli. Verður hver kafli eða þáttur tekinn fyrir
sérstaklega.
2.
Fyrsti kafli bókarinnar er stuttur, en víkur þó að nokkuð mörgum
og sundurleitum atriðum, sem nauðsynlegt er að gera einhver skil að
upphafi máls. Eitt þeirra er efniviðurinn, sem íslenzkum tréskerum
stóð til boða. Óþarft er að fara mörgum orðum um hann hér. Það ligg-
ur í augum uppi, að á öllum öldum hefur verið notazt við allt í senn,
rekavið margs konar, innfluttan við og íslenzkt birki. 1 sambandi við
efnivið nefnir frú Mageroy þá þversögn, að tréskurður skyldi verða
svo skrúðmikil listgrein í skóglausu landi. Þetta hefur oft borið á
góma, en þarf þó enga furðu að vekja, því að Islendingar voru mjög
háðir trjávið alla tíð, þurftu mikið magn af honum til húsasmíða og
bátasmíða, svo að það sem tréskerar þurftu til sinnar iðju voru hrein-
ir smámunir í samanburði við það allt saman. Auk þess hefur tré-
skurðurinn næstum því aldrei mark í sjálfum sér, heldur er hann til
þess áð skreyta trémuni, sem voru til gagns og notkunar og mundi
hafa þurft að smíða, þótt enginn tréskurður þekktist. Trjáviðarþörf
íslendinga var þá ekki nema að mjög óverulegu leyti þörf fyrir við
til útskurðar. En útskurðurinn notaði tækifærið og breiddi úr sér á
hlutum, sem smíðaðir voru til hagnýtra en ekki listrænna þarfa.
í þessum fyrsta kafla sýnir höfundurinn fram á, að tréskurður hafi
verið stundaður á íslandi frá upphafi vega og til hins nýja tíma á 19.
og 20. öld. Þá getur hún þess, hve margir tréskurðarhlutir muni nú
vera til og kveður þá vera a. m. k. 1700 í söfnum og auk þess nokkuð
í einkaeign. Þetta fer eflaust nærri lagi og er fróðlegt að vita. Síðan