Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 159
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
163
2. gr.
Sjóðurinn er óháð sj álfseignarstofnun í vörzlu Þjóðminjasafns Is-
lands og skal ávaxta'ður þar sem bezt og tryggast þykir.
3. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða. Vexti skal flytja heim til ís-
lands, og skal verja þeim til að bjóða heim erlendum safnmanni til
að flytja fræðilegan fyrirlestur á vegum Þjóðminjasafnsins, einum á
ári eða eftir því sem tekj ur hrökkva til. Fræðimenn þessir skulu vera
frá eftirtöldum löndum: Norðurlöndum, Stóra-Bretlandi og írlandi,
Vestur-Þýzkalandi, Niðurlöndum og Frakklandi.
4. gr.
Fyrirlestrarnir skulu öðru fremur fjalla um fornleifafræði eða
þjóðminjafræði, helzt í einhverjum tengslum við ísland. Þeir skulu
prentáðir jafnharðan í sérstöku hefti hver, og skulu heftin mynda rit-
röð til samans. I hverju hefti skal greinilega prentað í sérstakri skrá
til minningar um hverja sjóðurinn er gefinn og fyrirlestrarnir
haldnir.
5. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum. Fyrst um sinn skal
forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, vera formaður, en aðrir í stjórn-
inni þjóðminjavörður og einhver úr ættmennahópi frú Ásu að hennar
tillögu, en þegar hans nýtur ekki lengur við, skal sjóðstjórnin kjósa
fulltrúa í hans stað, helzt þó einhvern ættingja hennar, ef hæfur
þykir vera. Þegar Kristjáns Eldjárns nýtur ekki lengur við eða hann
vill ekki lengur vera í sjóðstjórninni, skal þjóðminjavörður taka vi'ð
formennsku, en í hans stað komi maður tilnefndur af menntamála-
ráðuneytinu. — Stjórnin fjallar um öll málefni sjóðsins, annast mót-
töku gesta og sér um prentun fyrirlestra. Verði ágreiningur um
hverjum bjóða skuli, ræður formaður.
6. gr.
Reikningar sjóðsins skulu birtir í Árbók hins íslenzka fornleifa-
félags eða þeim stað öðrum, þar sem Þjóðminjasafnið birtir árs-
skýrslur sínar. Reikningarnir skulu endurskoðáðir með reikningum
Þjóðminjasafnsins hjá ríkisendurskoðanda.
7. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.