Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi tvö til þrjú þrep niður í gamla húsið. Það hét Brúnsbær, eftir
Christine Bruun, ekkju Sigvards Bruun fangavarðar, er þarna bjó.
Áður var hér beykisíbúð innréttinga. Til þeirra gekk húsið, er
konungur afhenti jörðina.
Samkvæmt dagbók Jóhannesar Áskelssonar liggur þunn skán í 1, 13
m dýpi, sem hann taldi, að kynni að vera gólfskán (lag E, J. Á.).
Ekki virðist ósennilegt, að gólf Brúnsbæjar hafi staðizt á við lag
þetta, enda tvær til þrjár tröppur niður og í sama dýpi finnst grjót,
er rekja mætti til bæjarins. Ruðningslagið (lag F, J. Á.) er svo
yngra, og hafa menn líklega sléttað hér úr veggjum á býlisgrunni.
Fornu munirnir lágu flestir dýpra en lag E. Brúnsbær rís því senni-
lega talsvert seinna en elzta byggð í Reykjavík.
Nokkrir munir fundust í efri hluta grunns. Þeir eru frá næst-
liðnum öldum að sjá, en flestir, eða svo má álykta, voru í mólaginu
(lag D, J. Á.), og virðast því eldri Brúnsbæ. Matthías telur elztu
munina frá söguöld eða landnámi.
Af beinafundunum verður aldur mólagsins ráðinn nokkuð. Svín
teljast algeng húsdýr á söguöld og þjóðveldistíma, en á 16. öld mun
svínarækt leggjast niður. Sá hluti mólags, er svínabeinin dreifðust
um, myndast því líklega fyrir 16. öld. Nokkuð fannst geirfuglsbeina,
en sá fugl deyr út 1844, þá löngu sjaldgæfur. Af rostungsbeinunum
verður næsta lítið ályktað um aldur. Rostungar munu hafa verið al-
gengir í upphafi byggðar, en fækkaði snemma, bæði sökum dráps
og vegna þess, hve mannfælnir þeir eru. En Reykvíkingar hafa þó
getað komizt í færi við einstök dýr lengi fram eftir. Bein allra þess-
ara þriggja tegunda setja fornan svip á lagið, og er það sennilega
til orðið fyrir lok miðalda.
Eins og að framan getur, fannst mikið af kurluðu limi, spýtum
og spónum í ofangreindu lagi, en mest þó neðst og við suðvestur-
horn grunnsins. Á þessum bletti safnaði Finnur Guðmundsson kurli
og spónum. Úr safni hans fengum við einn höggspón árið 1967 og
sendum eðlisfræðistofnun háskólans í Uppsölum til aldursgreining-
ar eftir geislakolsaðferð. Þar ákvarðaði dr. Ingrid Olsson aldur
spónsins, en hann ber greiningarnúmerið U — 2082. Aldur reyndist:
1140 ± 70 B. P., þ. e. 810 e. Kr.
Samkvæmt alþjóðareglu liggja skil við árið 1950 og helmingatími
5570 ár. Sé miðað við 5730 ár, reynist aldur hins vegar:
1170 ± 70 B. P., þ. e. 780 e. Kr.