Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þar var einnig- geymt kaffi, kassi með kandíssykri og fleira þess-
háttar.
Dyr lágu í gegnum bæjardyragafl vestast inn í eldhús, en það
stóð samhliða skála, en þversum við bæjardyr, og var þykkur vegg-
ur á milli. Dyrnar opnuðust inn í eldhúsið svo sem 1 m frá vestur-
gafli þess. Eldhúsið var svipað skálanum að byggingarlagi. Móleður
yfir stoðum og yfir þeim bitar, sem á stóðu sperrur. Þarna voru
þær þó látnar ganga á misvíxl í toppinn og mynduðu þar kvísl og
lá mæniás í greipinni. Langbönd voru felld að hálfu í sperrukjálk-
ana og á þau lagðir raftar, þá hella og loks torf. Þótt húsið væri
2,50 m vítt og 6,50 m langt, voru þó aðeins í því 4 sperrur, 3 yfir
stoðum, en hin fjórða á móleðrunum vestast, en þau lágu út á gafl-
hlaðið. I horninu vestan dyra voru hlóð þannig gerð, að hlaðinn var
pallur úr grjóti, 1 m á hvern veg, og
öskustó í honum, sem náði niður á
gólf, eða raunar ofan í það, um 40
sm víð og nær 75 sm löng, opin til
norðurs. Stóin var miklu nær aust-
urbrún en gaflhlið, svo að hleðsl-
an austan stóar var aðeins um 20
sm þykk, var þá pallur vestan stó-
ar um 40 sm breiður. Yfir ösku-
stóna voru lagðar tvær hellur, og
myndaðist þá nær láréttur flötur
yfir öll hló'ðin. Eldur var venju-
lega kveiktur á hellunum og ösku skarað niður um rifuna á milli
þeirra, en upp um sama millibil lagði loftstraum, sem glæddi
eldinn. Á hlóðajaðrinum austast lá mjór steinn, sem hlúði áð eldin-
um, en ekki var þar fastbyggt eldhólf. (Á öllum öðrum sunnlenzk-
um hlóðum, sem ég hefi séð, er fastbyggt eldhólf, sem pottarnir
stóðu á og undir því jafnvíð og löng öskustó). Ekki stóðu pottar á
þessum hlóðum, heldur héngu þeir í hó. Hórinn var gerður sem
þykk aflöng fjöl og var að neðan fest á hana krókbeygt járn
þriggja fingra breitt, og á það var pottunum krækt. Göt voru í gegn-
um fjölina ofanverða, en hún lá upp í gegnum hæfilega rauf í tré,
sem lá á ská yfir hlóðin. Var eystri endi þess festur á vegglægjuna
við dyrnar, en vesturendinn lá á bitanum, sem var undir glugga á
vesturgafli, en þar var þilþríhyrna. f gegnum götin á hónum, ofan
við raufina í skátrénu, var stungið járnteini méð spaða á öðrum
enda og mátti hækka hóinn og lækka eftir þörfum með því að stinga