Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Viðhald gamalla bygginga.
Á öndverðu árinu var endanlega gengið frá kaupum á Viðeyjar-
stofu og um 11,8 hektara landi umhverfis húsin og niður að sjó. Kaup-
verð var ákveðið með yfirmati 5,8 milljónir, en árið 1961 hafði ríkið
eignazt Viðeyjarkirkju og hefur verið gert rækilega við hana, eins
og skýrt hefur verið frá í fyrri ársskýrslu.
Viðeyjarstofa er mjög illa farin og þarfnast rækiiegrar viðgerðar
og endurbóta. Einkum eru veggir sprungnir, gluggar og hurðir að
miklu leyti gerónýtt, gólf skemmd og innra smíð sömuleiðis, en á und-
anförnum árum hafa skemmdarvargar lagt leið sína út í eyjuna og
gert töluverð spjöll. Þó er þak hússins að mestu óskemmt svo og
loftið, og er það mikil bót í máli.
Um vorið fór dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður ásamt Þor-
steini Gunnarssyni arkitekt, Bjarna Ólafssyni smið og Þór Magnús-
syni safnverði út í Viðey, og framkvæmdu þeir lauslega skoðunar-
gerð á húsinu. Er í ráði, að Þorsteinn Gunnarsson geri tillögur til
endurbóta hússins, en hann er sérlærður á sviði sögulegrar húsagerð-
arlistar og endurbyggingar gamalla húsa. Bjarni Ólafsson annaðist
viðgerð kirkjunnar í Viðey á sínum tíma og hefur unnið ýmis svipuð
verk fyrir safnið og mun væntanlega taka áð sér viðgerð stofunnar,
er þar að kemur. Ekki var þó hægt að hefjast handa um viðgerð á
þessu ári vegna féleysis, en fyrri hluta sumars fóru starfsmenn Þjóð-
minjasafnsins ásamt verkamönnum þrívegis út í eyjuna og hreinsuðu
stofuna alla og næsta umhverfi hennar, en mikið verk er þó enn óunnið
við snyrtingu lands þess, sem ríkið keypti.
Um haustið fékkst svo dálítil upphæð úr ríkissjóði til að byrgja
glugga og dyr stofunnar og firra hana þarméð frekari skemmdum af
völdum vatns og snjóa, sem áttu greiða leið um allt húsið áður. Á
fjárlögum fyrir 1969 er ákveðið að leggja eina milljón króna til við-
gerðar stofunnar, og verður því væntanlega hafizt handa um viðgerð
á næsta vori. Ennfremur er eftir að girða land það, sem ríkissjóður
eignaðist, og þarf að gera þáð á sumri komanda.
Ekkert nýtt gerðist í málum Nesstofu á árinu, en á hana hefur verið
minnzt í skýrslum undanfarinna ára. Fyrir nokkrum árum voru
hafnar samningaumleitanir um kaup á stofunni, en þær strönduðu á
því, að ekki hafði verið samþykkt skipulag fyrir svæðið umhverfis
stofuna, en eigendur vildu fá í staðinn íbúðarhús í næsta nágrenni
hennar. Þetta mál þarf nú að taka upp aftur og stefna að því, að ríkið
eignist þetta merka hús á næstu árum.
1 málefnum gömlu bæjanna var það helzt, að mikil viðgerð var