Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Side 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Hannes Jónsson með tvo laupa viö fjósdyrnar. Fjœr sést smiöjan.
húsagarðsins. Þeim lesanda, sem vill fylgja mér hér um hús og
garða, er nauðsynlegt að hafa uppdráttinn sífellt í huga (3. mynd).
Áður en gengið er í bæinn, er þó rétt áð virða hann fyrir sér að
utan. Ef við hefðum komið að Núpsstað sumarið 1890 og komið
neðan túnið, hefði mætt auganu allstór bær undir geigvænlega
bröttu fjalli, en hlíðin neðan hamra sáð stórbjörgum, sem öðru hvoru
hafa oltið þaðan, sum alveg heim að bæjarhúsum. Austast ber fyrir
augu stakt hús, sem snýr austur-vestur í afgirtum reit. Það er
bænhúsið, sem lýst var í Árbók Fornleifafélagsins 1961, bls. 61—84.
Því er sleppt úr lýsingu bæjarins hér á eftir. Norðan við kirkju-
garðshornið og fast við það sér á austurenda stórs langhúss, búrs
og skála, stóra græna þekju með tveimur misstórum gluggum, dá-
lítið aftan við framlínu bæjarins. Þá taka við 8 burstir í röð, aust-
ast Litlahús, þá bæjardyr, stofa, fjós með baðstofu, Litlaskemma,
smiðja, skemma og hjallur vestast. Austustu 4 burstirnar eru hæst-
ar, og líklega er bæjardyraburstin þeirra reisulegust. Bæjardyrnar
ásamt Litluskemmu, smiðju og hjalli eru með alþiljum, en Litla-
hús, stofa og skemma eru með hálfþiljum yfir gluggadekkjum.
Á fjóslofti eða baðstofunni mun hafa verið þilþríhyrna. Á bak við