Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kominn, að sagt sé berum orðum, hvers virði þær eru í vísindalegri
umræðu. Undir allt sem Olsen segir um það efni get ég skrifað.
5.
Fimmti kafli bókarinnar er um vitnisburð annarra fornminja og
er mjög athyglisverður, ekki sízt fyrir okkur Islendinga. Eins og
kunnugt er, eru mjög víða liér á landi munnmæli um hof, og telst Olsen
svo til, að slíkar sagnir séu tengdar a. m. k. hundrað stöðum, og er
þá alívíða bent á tóftir, sem eiga að vera leifar hofa. 1 fyrra hluta kafl-
ans sýnir Olsen Ijóslega, hvernig allar líkur benda til, að fæst af þess-
um hofasögnum sé gamalt, heldur hafi þær komið upp að langmestu
leyti á 19. öld, eftir að fornfræðilegur áhugi fór að færast í aukana.
Þess er ekkert dæmi, að hægt sé að sanna eða jafnvel gera líklegt, að
rústir, sem nú eru kallaðar hofrústir, hafi verið nefndar svo alla leið
aftan úr heiðni. Munnmælin hafa komið upp smátt og smátt í ald-
anna rás og af ýmsum ástæðum, en þó langmest á síðustu tímum. Þar
með er að sjálfsögðu ekki loku fyrir skotið, að sumar svonefndar
hofrústir geti verið það í raun og veru, en allur þorri þeirra hlýtur
að falla fyrir þeim dómi, að slíkt sé öldungis óvíst, harla ósennilegt
eða fráleitt með öllu. Margir fræðimenn hafa verið mjög gagni’ýnis-
litlir á íslenzkar hofrústir og jafnvel tekið sér fyrir hendur að flokka
þær í ýmsar gerðir eftir því sem lag rústa og stærð o. fl. gefur tilefni
til að þeirra dómi, og það án þess að nokkur fornleifarannsókn hafi
farið fram. Naumast þarf að taka fram, hversu fráleit slík vinnu-
brögð eru, en þess ber þá líka að geta, að hinir hafa einnig verið
margir, sem hafa gert sér ljóst, að þorri hofrústanna svonefndu er
það alls ekki í raun og veru, og má þar nefna bæði Kálund, Daniel
Bruun og Finn Jónsson. Þeir eru á sömu braut og Olsen, en hann fer
þó miklu lengra og lætur ganga með beini. Hann viðurkennir þó, eins
og sjálfsagt er, að ekki má hrapa að því að dæma rúst úr leik, meðan
enginn uppgröftur hefur átt sér stáð. Þess eru mörg dæmi í fornleifa-
fræði, að rannsókn, sem hafin er með litlum vonum, hefur þó leitt í
Ijós mikilvægan og óvæntan árangur. En um þorra hinna svonefndu
hofrústa hér á landi eru vonirnar mjög litlar eða engar. Og svo er
einnig hitt, að við vitum svo ógjörla, að hverju ber að leita eða hvernig
helgihús hafa verið, að harla lítið er eftir að fara til þess að geta
dæmt um, hvort rúst, sem upp er grafin, er í raun og veru helgihús
eða eitthvað annað. Við vitum ei hvers biðja ber. Þrátt fyrir þetta
væri þó næsta nauðsynlegt að gera ítarlegar rannsóknir á nokkrum