Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 154
158
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
beiðni stjórnar byggðasafnsins þar til athugunar og ráðlegginga um
innréttingu og fyrirkomulag á viðbótarhúsnæði safnsins á lofti sund-
laugarinnar. Gerði hann uppdrátt af húsnæðinu og lauslega niðurröð-
un væntanlegra safnmuna, en síðan mun hann fara öðru sinni vestur
á öndverðu árinu 1969 til nánari athugana í þessu máli. Jóhann Gunn-
ar Ólafsson fv. bæjarfógeti, sem verið hefur stoð og stytta byggða-
safnsins, lét af embætti á árinu og fluttist frá ísafirði, en Jón Páll
Halldórsson framkvæmdastjóri tók við yfirstjórn safnsins af honum.
Húsrými Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skóg-
um er fyrir löngu orðið of lítið, og er í ráði að auka það á næstu
árum. Hefur verið tekin ákvörðun um að byggja upp nokkur gömul
bæjarhús í nágrenni safnhússins, og var haustið 1968 hafizt handa
um undirbúningsvinnu að því að koma upp baðstofu frá Arnarhóli í
Landeyjum, sem tekin var ofan fyrir nokkrum árum og geymd hefur
verið í safninu síðan, en fleiri gömul hús eru austur þar, sem flutt
munu verða að Skógum og látin mynda samstæða bæjarheild. Með
þessu má skapa dæmigerðan bæ úr þessum landshluta jafnframt því
sem léttir á núverandi sýningarhúsnæði og nýtt skapast, en auðvitað
verður þessi bær nokkuð óekta sem heild, þótt hvert hús sé raunveru-
legt. — Skógasafn hefur alla tíð verið mjög vel sótt, og er það ekki
sízt að þakka ötulli forsj á Þórðar Tómassonar safnvarðar.
Önnur byggðasöfn störfuðu á sama hátt og áður. Ekkert nýtt safn
er í uppsiglingu sem stendur, sbr. þó það, sem segir um Dalasýslu,
en nokkrar umræður hafa orðið um byggðasafnsmál á Austfjörð-
um. Safnið á Skriðuklaustri mun ekki hafa verið opið til sýningar
um nokkurra ára skeið, en allt er í óvissu um það, hvort þetta safn
verður eitt fyrir Austfirði í framtíðinni eða hvort einhver byggðar-
lög stofni eigin söfn. Þyrftu viðkomandi héruð sem fyrst að leggja
hreinar línur í þeim efnum.
Fornleifarannsóknir og fornminjavarzla.
Vegna þeirra breytinga, sem urðu á starfsliði safnsins á árinu,
varð minna um fornleifarannsóknir en gert var ráð fyrir. Aðaíverkið
í þeim efnum var rannsókn lítillar kirkjutóftar á Varmá í Mosfells-
sveit. Ráðgert hafði verið að hefja byggingu skólahúss við gömlu
bæjarrústirnar á Varmá, og var safninu gert viðvart, ef það vildi
athuga þær. Rústirnar þóttu ekki sérlega athyglisverðar, en í nánd
við þær virtist móta fyrir kirkjutóft í kringlóttum garði, en getið er
kirkju á Varmá í Vilkinsmáldaga 1397 og síðan í skjölum allt fram um
1600. Var þeim Sveinbirni Rafnssyni fil. kand. og Helga H. Jónssyni