Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 81
FORNMINJAR 1 REYKJAVÍK
85
Um það leyti eða litlu síðar hefur byggð festst í Reykjavík, og hefur
bær staðið skammt frá þessari tjörn. í hana hefur verið fleygt alls
konar sorpi, einkum beinum og ösku, enn fremur öðuskeljum. Hrís-
kurlið og tréspænirnir benda til að furðu ósparlega hafi verið farið
með eldsneyti. Virðist tjörnin hafa fyllzt upp af þessu sorpi jafn-
framt því sem hún greri upp. Hinir annarlegu svínskjálkar og geir-
fuglsbein benda til, að leifarnar séu mjög gamlar.
Ruðningslagið (IV), sem efst liggur, sýnir mikið umrót og er
eflaust að mestu leyti frá síðustu tímum, eftir að kaupstaður var
risinn upp í Reykjavík“.
I fórum Finns Guðmundssonar er útdráttur á dönsku úr dagbók
Jóhannesar Áskelssonar, en hann mældi snið vestanvert í stáli, er reis
í grunni að norðan. Við höfum þýtt þennan texta lauslega. I svigum
er getið jarðlagaheita Guðmundar Kjartanssonar til samanburðar.
Lag F 203—90 cm Brúnleitt, leirkennt lag, sem nær upp að
gryfjubarmi. Stórir steinar á tveimur stöð-
um neðst og lágu þeir ofan á lagi F,. Senni-
lega veggleifar. (Hreyfð mold IV, G. Kj.).
Lag E Dökkbrúnt, málmgljáandi, örþunnt lag (3—4
mm). Gólfskán?
Lag D 90—22 cm Svart, mókennt lag, nokkuð rotið (rotnunar-
stig H 4—5). Talsvert um kvisti og bein.
(Mókennt lag III, G. Kj.).
Lag C 22—0 cm Brúnt leirlag, ógreinilega eða ekki lagskipt.
í því eru á víð og dreif 3—4 mm þykkar, en
stuttar, kolsvartar rendur. Að sögn verka-
manna fundust bein neðst. (Moldkenndur
leir II, G. Kj.).
Lag B Örþunn, rauðleit skán (2—3 mm), og þekur
hún malarlagið, sem undir er.
Lag A 0 m Lag af hnefastórum völum, er myndar botn
grunnsins. Sennilega er um fornan malar-
kamb að ræða. Völurnar roðaðar af mýra-
rauða að utan. (Lábarin möl I, G. Kj.).