Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Qupperneq 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
rétt útundir göflum. Á steinunum stó'ðu gildar stoðir undir lang-
böndum, en af langböndunum var reft út á veggi og af yztu röftum og
sperrum út á gafla. Yfir tveimur innstu stoðasamstæðunum og þeim
næstfremstu stóðu skotsperrur undir mæniás. Skotsperrurnar ganga
ekki á misvíxl í toppinn, heldur snertast sperrukjálkarnir aðeins
á hornunum undir mæniásnum, en endarnir spyrna undir hann. Enn
er skotsperra í bilinu á milli tveggja fremstu stoðasamstæðna, þar
eð þar er mæniásinn settur saman. Yfir fremstu og mið-stoðasam-
stæðum er önnur tegund uppgerðar. Þar liggja stuttir bitar þvert
um hlöðuna á langböndunum, nefndir vaglbitar, og á þeim miðjum
rísa stuttir stoðabútar, sem bera mæniásinn, þeir nefnast dvergar.
Reft er af langböndum upp á mæniásinn með sama halla og er á
áreftinu frá veggjum upp á langbönd. Yfir röftum er tyrft helluþak.
Vestan við Baðstofuhlöðu var dálítil flöt vestur að heygaröinum,
sem var norður af smiðju og vestri skemmu. Hann var sem axlar-
djúp tóft, sjálfstæður innan húsagarðsins, nema hvað vesturveggur
hans var austurveggur hlöðu. f heygarðinum voru stæði fyrir 3
hey, en honum var skipt með þvervegg þannig að norðan hans var
eitt hey, en tvö sunnan hans. Þverveggurinn náði ekki alveg vestur
að hlöðunni, og var þar gangrúm á milli. Utan við heyin og á milli
þeirra voru grunnar dældir með vatnshalla vestur og suður. Dyr voru
inn í heygarðinn syðst og vestast. Innanmál hans var 1. 7,80 m, br.
6,00 m, en ekki eru þetta nákvæmar tölur.
Vestan við heygarðinn var önnur hlaöa, 1. 9,50 m, br. 3,00 m,
að öðru leyti var hún alveg eins og Baðstofuhlaðan. Þessi hlaða var
beint aftur af hjallinum.
Vestan þessarar hlöðu er dálítið autt svæði (þar mun vera á kafi
ákaflega stór klettur, sem einhvern tíma hefir oltið ofan úr fjall-
inu), en vestan þess er enn hlaöa, mjög lík hinum, en styttri og
öllu víðari, 1. 5,80 m, br. 3,25 m. Aftan við hana, í vestasta horni
heygarðsins var tóft fyrir eitt hey.
Frá norðausturhorni skálans lá húsagarðsveggur mikill fyrst
á ská upp og norður, en beygði síðan til vesturs, samhliða bæjar-
röðinni, en um 21 m norðar, á bak við allar hlöður, unz hann
þverbeygði niður að vesturhorni vestustu hlöðu. Hlið voru á garð-
inum aftur undan öllum hlöðunum, eða öllu fremur baggagötum
þeirra (þau voru víst nefnd hlöðurassar). Aftan við Baðstofuhlöðu
var hægt að teyma heybandslest inn í húsagarðinn og taka ofan á
flötinni austan heygarðs en oft var tekið ofan af hestunum norðan
húsagarðsins og böggum ýmist velt inn um hliðin (í hlöðurnar) eða