Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 158
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright.
Á þessu ári var stofnaður sjóður, sem heitir Minningarsjóður Ásu
Guðmundsdóttur Wright, og skal hann vera í vörzlu Þjóðminjasafns-
ins og efla tiltekinn þátt í starfsemi þess. Svo sem þráfaldlega hefur
komið fram í ársskýrslum undanfarinna ára, hefur frú Ása G. Wright,
búsett á Trinidad í Vestur-Indíum, gefið safninu fjölmargar góðar
gjafir í gripum og bókum. Hefur þjóðminjavörður staðið í nokkuð
óslitnum bréfaskiptum við hana í sambandi við þessar gjafir. Loks
talaðist svo til milli þjóðminjavarðar (K. E.) og hennar á síðastliðnu
ári og þessu, að hún gæfi safninu sjóð, sem til þess væri ætlaður að gera
áð veruleika gamlan draum, nefnilega að safnið hefði óháð peninga-
ráð til þess að bjóða hingað heim á sínum vegum einum erlendum
safnmanni eða fræðimanni á ári til þess að flytja fræðilegan fyrir-
lestur, og yrðu síðan fyrirlestrarnir gefnir út jafnharðan sem rit-
röð. Eru víða fordæmi um slíka sjóði og svipað fyrirkomulag. Frú
Ása stofnáði síðan sjóðinn með 20 þúsund Bandaríkjadala framlagi
og eru peningarnir ávaxtaðir í bönkum í Bandaríkjunum. Var tilkynnt
um sjóðinn hinn 1. des. 1968, og hafði þá verið gengið frá skipulags-
skrá, sem rétt þykir að birta hér, enda kemur þar nánar fram, hvernig
ætlað er að sjóðurinn vinni og nái tilgangi sínum:
Skipulagsskrá
fyrir Minningarsjóð Ásu Guðmundsdóttur Wright
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright og
er stofnáður árið 1968 með 20 þús. Bandaríkjadala framlagi til minn-
ingar um eftirtalda ættingja hennar og vandamenn:
Foreldra hennar Arndísi Jónsdóttur háyfirdómara Péturssonar
(1857—1936) og Guðmund Guðmundsson lækni (1853—1946).
Mann hennar Henry Newcome Wright, LL.D., F.R.G.S., F.L.S.,
F.R.A.S. (1884—1955).
Systkini hennar Sturlu Guðmuridsson (d. 1910), Sigþrúði Guð-
mundsdóttur (d. 1905), og Þóru Guðmundsdóttur Hermannsson (d.
1918).
Móðursystur hennar Þóru Jónsdóttur (d. 1947) og Jón Magnússon
forsætisráðherra (d. 1926).
Móðurbræður hennar Friðrik Jónsson, cand. theol., (1860—1938)
og Sturlu Jónsson kaupmann (1861—1947).