Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 13
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
17
2. mynd. Bærinn á Núpsstaö 190Jf. 1 fremstu röö sjást þessi hús taliö frá vinstri:
Hjallur, skemma, smiöja, þá autt bil, þar sem Litlaskemma var áöur, þá fjós, stofa,
gestakamers, bœjardyr og búr. Yfir hjall sést burst vestustu hlööu, yfir smiöju
önnur hlaöa og yfir stofu má greina kamarsburstina og burst Baöstofuhlööu. Austur
undan búrinu sést þekja eldhússins. ■— Ljósm. Eggert Guömundsson, eig. National-
museet, Kaupmannahöjn.
þessa röð sést önnur húsaröð; tvær hlöður á bak við vestri húsin
og þriðja hlaðan nokkru vestar en vestasta hús fremri húsaraðar-
innar, hjallurinn. Þess er að vænta, að þar að húsabaki sé og eld-
hús, þó það sjáist ekki neðan af túni, og loks má vera að við sjáum
einhversstaðar í gegnum húsasund í kamarsburstina efst og aftast
allra húsanna.
Þegar frá eru tekin þilin, sem upphaflega voru bikuð, er bærinn
algrænn á sumrum. Veggir og kampar, sem snúa fram að hlaðinu,
eru að vísu hlaðnir úr torfi og grjóti á víxl, einkum neðantil, en
venjulega vex svo mikið gras út úr torfinu, að veggurinn er grænn
tilsýndar. Aðrir veggir eru flestir snidduhlaðnir, svo að gróin jörð
breiðist eins og einn feldur yfir öll þessi hús.
Það er rétt áð gera sér ljóst, að Núpsstaður var ekki neitt höfuð-
ból, þótt jörðin sé með hinum stærstu, nær frá Vatnajökli niður að
sjó, en það eru nær 50 km, en mikill hluti þessa lands er sandar,
2