Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 143
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1968
147
tvær stórar sýningar í íþróttahöllinni í Laugardal, Sjávarútvegssýn-
inguna og Landbúnaðarsýninguna, meðal annars var skipið Farsæll,
sem geymt er á Eyrarbakka og safnið hefur átt síðan 1939, lánað á
Sj ávarútvegssýninguna og stóð þar undir fullum seglum við inngang-
inn. Gripir voru lánaðir á sýningar í Kanada, Bandaríkjunum, Þýzka-
landi og Sviss. Mikil ásókn er nú orðin um slík lán, enda tíðkast
lán safngripa milli landa mjög mikið. Rétt mundi þó vera að stilla
slíku í hóf eftir því sem unnt er, en hér er þó um að ræða alþjóðlegt
samstarf, sem ekki verður undan skorazt að taka einhvern þátt í.
Sjálft fékk safnið lánaða merka gripi frá Victoria and Albert
Museum í London, kvenbúning ásamt hempu frá lokum 18. aldar, og
fylgir hvoru um sig fádæmaglæsilegt kvensilfur. Búningar þessir eru
fengnir til láns um eins árs skeið, og er hugmyndin að hafa hvort
tveggja til sýnis á væntanlegri þjóðbúningasýningu á öndverðu ári
1969. Mun væntanlega birtast grein um þennan einstæða búning síðar
í Árbók fornleifafélagsins.
Bogasalur var leigður til sýninga eins og áður, og er alltaf jafn-
mikil eftirspurn eftir honum, enda þykir hann mjög hentugur fyrir
málverkasýningar og aðrar smærri sýningar. Er ekki að sjá, að
vinsældir hans minnki, þótt ýmsir nýir sýningarsalir hafi verið teknir
í notkun á síðustu árum. — Sýningar í Bogasal voru 14 á árinu eða
sem hér segir:
Leifur Þorsteinsson, ljósmyndasýning, 6.—14. janúar.
Sýningin Grænland hið forna, 10. febr.—3. marz.
Einar Hákonarson, málverkasýning 16.—24. marz.
Vigdís Kristjánsdóttir og Elín Pétursdóttir Bjarnason, lithografíúr
og myndvefnaður 6.—14. apríl. .
Frönslc bókasýning 19.—28. apríl.
Kristján Davíðsson, málverkasýning 4.—12. maí.
Jónas Guðvarðsson, málverkasýning 18.—25. maí.
Benedikt Gunnarsson, málverkasýning 1.—9. júní.
Jón Jónsson, málverkasýning 24. ágúst—1. sept.
Freymóður Jóhannsson, málverkasýning 7.—15. sept.
Vilhjáhnur Bergsson, málverkasýning 21.—29. sept.
Pétur Friðrik, málverkasýning 5.—13. okt.
Karl Kvaran, málverkasýning 2.—10. nóv.
Ágúst Petersen, málverkasýning 16.—24. nóv.
Alfreð Flóki, málverkasýning 30. nóv.—8. des.
Reynt er að festa ekki Bogasalinn langt fram í tímann hverju