Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 71
SKILDAHtJFA 75 Greina þær allar frá húfum eða húfuskjöldum í eigu auðugra manna og kvenna, svo sem biskupa eða sýslumanna og venzlafólks þeirra, enda hefur vart verið á færi annarra en efnamanna að eignast svo verðmæta gripi.32 Á spássíuteikningunni fyrrnefndu af brúðargangi, einnig frá lokum sextándu aldar (10. mynd), eru konurnar þrjár greinilega skartklæddar, og fer ekki á milli mála, áð einnig þar er efnafólk á ferð. Þó ber aðeins ein konan, brúðurin, skildahúfu ofan á vafinu, og liggur beinast við að túlka myndina á þann veg, að húfan sé sérstakt brúðardjásn. Myndin kemur því vel heim við yngri heim- ildir, sem segja, að húfan hafi einungis verið notuð sem brúðarskart og af ríkum brúðum,33 en ekki er hægt að fortaka, að hefðarkonur hafi jafnframt notað hana við önnur hátíðleg tækifæri.34 Líklegt verður að telja, að notkun skildahúfu hafi lagzt af á átjándu öld, og þá frekar fyrr en seinna. Til þess bendir meðal annars, að húfan, sem nú er í Þjóðminjasafni Islands, var send í listasafn kon- ungs árið 1784 og hlýtur þá þegar að hafa þótt fágæti. Til þess sama bondir frásögn Sveins Pálssonar frá árinu 1791, sem hann skrifaði gagngert sökum þess, að skildahúfur voru þá að mestu horfnar, en hafði ekki verið lýst áður.35 Ennfremur má geta þess, að á þeim myndum, sem til eru af skartbúnum konum frá þessum tíma, þar á meðal tveimur af brúðum frá seinni hluta aldarinnar,36 sjást engar skildahúfur. Ekki verða rakin tengsl milli skildahúfanna tveggja, sem getið er um í heimildum frá sautjándu öld, og þeirra þriggja, sem kunnugt er, að til voru í lok 18. aldar. Um fyrri feril eða eigendur húfunnar, sem kom í listasafn konungs árið 1784, er ekkert vitað, og þótt álíta verði, að húfan, sem var í Görðum á Álftanesi árið 1791, hafi verið ættar- gripur annars hvors prófastshjónanna þar, verður ekki að svo stöddu leitt getum að uppruna hennar. Þær upplýsingar, sem fylgja húfunni í Þjóðminjasafni Dana og áður eru nefndar,37 gefa hins vegar til kynna, áð sú húfa sé úr eigu Þói'ðar Thorlacius, sýslumanns í Suður- Múlasýslu (1801—1819), síðar bæjarfógeta og bæjarskrifara í Ring- kobing á Jótlandi.38 Skildahúfan íslenzka mun, eins og Matthías Þórðarson benti á, hafa hlotið nafn sitt af skreytingunni, skjöldunum.39 Tvö heiti hafa verið notuð um hana, skildahúfa og skjaldhúfa, en skildahúfa virðist hafa verið algengara og jafnframt eldra, ef dæma má eftir þeim fáu heimildum, sem fyrir liggja og að framan hafa verið taldar, en ekki er ljóst, hvort orðið er erlent tökuorð eða af íslenzkum uppruna. Vafalítið er skildahúfan runnin frá húfum þeim, sem baret eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.