Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 71
SKILDAHtJFA
75
Greina þær allar frá húfum eða húfuskjöldum í eigu auðugra manna
og kvenna, svo sem biskupa eða sýslumanna og venzlafólks þeirra,
enda hefur vart verið á færi annarra en efnamanna að eignast svo
verðmæta gripi.32 Á spássíuteikningunni fyrrnefndu af brúðargangi,
einnig frá lokum sextándu aldar (10. mynd), eru konurnar þrjár
greinilega skartklæddar, og fer ekki á milli mála, áð einnig þar er
efnafólk á ferð. Þó ber aðeins ein konan, brúðurin, skildahúfu ofan á
vafinu, og liggur beinast við að túlka myndina á þann veg, að húfan
sé sérstakt brúðardjásn. Myndin kemur því vel heim við yngri heim-
ildir, sem segja, að húfan hafi einungis verið notuð sem brúðarskart
og af ríkum brúðum,33 en ekki er hægt að fortaka, að hefðarkonur
hafi jafnframt notað hana við önnur hátíðleg tækifæri.34
Líklegt verður að telja, að notkun skildahúfu hafi lagzt af á átjándu
öld, og þá frekar fyrr en seinna. Til þess bendir meðal annars, að
húfan, sem nú er í Þjóðminjasafni Islands, var send í listasafn kon-
ungs árið 1784 og hlýtur þá þegar að hafa þótt fágæti. Til þess sama
bondir frásögn Sveins Pálssonar frá árinu 1791, sem hann skrifaði
gagngert sökum þess, að skildahúfur voru þá að mestu horfnar, en
hafði ekki verið lýst áður.35 Ennfremur má geta þess, að á þeim
myndum, sem til eru af skartbúnum konum frá þessum tíma, þar á
meðal tveimur af brúðum frá seinni hluta aldarinnar,36 sjást engar
skildahúfur.
Ekki verða rakin tengsl milli skildahúfanna tveggja, sem getið er
um í heimildum frá sautjándu öld, og þeirra þriggja, sem kunnugt er,
að til voru í lok 18. aldar. Um fyrri feril eða eigendur húfunnar, sem
kom í listasafn konungs árið 1784, er ekkert vitað, og þótt álíta verði,
að húfan, sem var í Görðum á Álftanesi árið 1791, hafi verið ættar-
gripur annars hvors prófastshjónanna þar, verður ekki að svo stöddu
leitt getum að uppruna hennar. Þær upplýsingar, sem fylgja húfunni
í Þjóðminjasafni Dana og áður eru nefndar,37 gefa hins vegar til
kynna, áð sú húfa sé úr eigu Þói'ðar Thorlacius, sýslumanns í Suður-
Múlasýslu (1801—1819), síðar bæjarfógeta og bæjarskrifara í Ring-
kobing á Jótlandi.38
Skildahúfan íslenzka mun, eins og Matthías Þórðarson benti á,
hafa hlotið nafn sitt af skreytingunni, skjöldunum.39 Tvö heiti hafa
verið notuð um hana, skildahúfa og skjaldhúfa, en skildahúfa virðist
hafa verið algengara og jafnframt eldra, ef dæma má eftir þeim fáu
heimildum, sem fyrir liggja og að framan hafa verið taldar, en ekki
er ljóst, hvort orðið er erlent tökuorð eða af íslenzkum uppruna.
Vafalítið er skildahúfan runnin frá húfum þeim, sem baret eða