Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
(þ. e. með áfestri málmkringlu, 5 cm að þvermáli), og skráningar-
maður hefur, að því er virðist í upphafi, bætt spurningarmerki
við töluna aftan á þessum sama skildi. Enn er þess að geta, að þótt
víravirkismunstrið á skjöldunum virðist vera eins, eru á þessum
skildi, og öðrum reyndar líka, sögð vera einhver örlítil frávik frá
7. mynd. Rissmynd af slcildahúfu (Nationalmus. 12013/196j) eins og hún er nú. Brotna
línan markar hugsanlega miöju húfunnar aö framan. — Sketch of skildahúfa
(National Museum, Copenliagen; Inv. No. 12013/196If) in its present form. Broken
line marks probable centre front of cap.
8. mynd. Rissmynd af skildahúfu (Nationalmus. 12018/1961f), séö ofan frá. Skjöldum
raöaö á húfuna samkv. skrá safnsins frá árinu 1861. — Sketch of skildahúfa
(National Museum, Copenhagen; Inv. No. 12013/196)\), viewed from above. Orna-
mental disks, skildir, placed according to catalogue description from 1861.
mumstrinu á hinum fimm. Sé því miðáð við, að á húfunni hafi alls
verið sjö skildir, og hliðsjón höfð af lýsingunni við fyrstu skrá-
setningu, má ímynda sér, að skjöldunum hafi, er húfan kom til
safnsins, verið fyrir komið á kollinum eins og rissað er upp á 8.
mynd: stóra skildinum yfir upprunalega húfuopinu í miðju (til
þess að hylja ullarfóðrið?) en litlu skjöldunum sex dreift jafnt um
flauelslagðan hringinn utan með. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að
átta skildir hafi verið á húfunni, þá rúmast sjö skildir einnig vel á
hringnum. En hvort heldur sjö éða átta skildir hafa verið ofan á
húfunni, er hún kom í safnið, má gera ráð fyrir, að hún hafi verið
lítið notuð eftir að breytingin var gerð á henni, því að engin slitför
sjást eftir skildina þannig ásaumaða. Þess má geta hér, að engin
merki eftir ásaumaða skildi eru sögð sjáanleg á listanum.
En hvernig má ætla, að skjöldunum hafi verið komið fyrir á húf-
unni áður en henni var breytt? Þar má að sjálfsögðu einnig hafa