Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 53
BJARNI EINARSSON
BRÁKARSUND
Á milli Borgarness (Digraness) og Brákareyjar stóru gengur all-
þröngt sund. Enginn vafi getur á því leikið að það sé sama sundið
sem getið er tvisvar með nafninu Brákarsund í 40. kapítula Egils
sögu, því að annað sund kemur ekki til greina hér.
Á fyrra staðnum segir frá því að Skallagrímur lætur heift sína
bitna á ambátt sinni, Þorgerði brák, þá er hún vill aftra því áð hann
verði að skaða Agli syni sínum við knattleik suður í Sandvík (í Digra-
nesi ofanverðu). Þorgerður vill þá forða sér og hleypur suður Digra-
nes og Skallagrímur á eftir, unz þau koma í utanvert nesið. „Þá
hljóp hon út af bjarginu á sund. Skallagrímr kastaði eptir henni
steini miklum ok setti milli herða henni, ok kom hvártki upp síðan;
þar er nú kallat Brákarsund".
Síðar í kapítulanum er sagt að Þórólfur Skallagrímsson búi skip
sitt í Brákarsundi. Sundsins hefur reyndar verið getið fyrr í sög-
unni án þess að nafni'ð væri nefnt. Það er í 33. kap., þar sem sagt er
frá komu Bjarnar Brynjólfssonar til Borgarfjarðar: Þá lögðu þeir
at nesi einu; lá þar ey fyrir útan, en sund djúpt í milli; festu þar
skipit.
Brákarsund var hér um bil 20 faðma breitt, þar sem það var mjóst,
áður en brúin — og um leið nokkur uppfylling norðan megin — var
gjörð (1929—30). Bjargið sem stendur nesmegin við sundið — og
um er getið í Eglu — er heldur lágt, en var hærra áður en sprengt
var ofan af vegna brúarsmíðarinnar. Sunnanmegin (landsunnan) úr
sundinu tekur Borgarfjörður við, en að norðan (útnorðan) víkkar
sundið og verður þar allbreiður vogur á milli nessins og eyjarinnar,
og heitir hann Brákarpollur, — nefnist a. m. k. svo á 19du öld.
Á aðfalli verður straumþungt suður um sundið út á fjörðinn, en
með útfalli leggur strauminn aftur norður. Þó að vera kunni að
mátt hafi leggja skipi við klappir við sundið um stundar sakir þegar