Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Fremst öskuhaugurinn, í balcsýn bœrinn í Innri-Fagradal.
Jónsdóttir, kona Sturlaugs Tómassonar í Ytri-Fagradal, talið, að
Blóðakur héti grasigróið hvapp eða hvammur svo sem 30 m ofar við
lækinn, en það var einmitt í því hvappi, sem fornleifarnar fundust.
Skal ósagt látið, hvort réttara er, enda kemur þetta nafn fornleifun-
um ekkert við. Einhver blettur þarna við lækinn virðist sýnilega hafa
borið þetta einkennilega nafn.
Hvappið, sem fornleifarnar fundust í, er um 70 m niður frá bænum.
Er aflíðandi brekka frá túninu niður í hvappið. Niður í þessa brekku
hafði verið ýtt með jarðýtu, eins og áður segir, og kom þar þá í ljós
mannvistarlag, og í því, sem upp hafði verið rótað, fann Borghildur
fornleifar þær, sem Kristján Haraldsson afhenti. Þegar farið var að
grafa á þessum stað, sást fljótlega, að allmikið var óhreyft af mann-
vistarlaginu, þótt nokkuð af því hefði hreyfzt úr stað. Lagið lá ni'ður
i brekkuna og hallaði allmikið, og undir því var mjög óslétt eða þýft.
Varð brátt alveg augljóst, að þetta var öskuhaugur, sem þarna hafði