Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 15
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
19
sem jökulvötn flæmast yfir, og háfjöll, löngum undir snjó. Hlunn-
indi eru þar að vísu mörg, en tornýtt vegna vegalengda og stór-
vatna. Þó er þar allsæmilegur reki, og nýtur bærinn góðs af því.
Það hefir því ekki verið heiglum hent að búa á Núpsstað, enda
hafa búið þar fram á þennan dag frægir dugnaðarmenn og víking-
ar til ferðalaga um örðugustu bæjarleið landsins, Skeiðarársand.
Hefst nú lýsing húsanna.
Bæjardyr sneru bikuðum timburstafni fram á hlaðið. Dyr voru
á miðjum stafni og einn stór gluggi yfir þeim. Þetta var allstórt
hús, 7,30 m langt og 2,80 m breitt. Innan við þilið vestan dyra stóð
hefilbekkur, en annars var þar lítið um stóra hluti, en á auða veggi
sem voru óþiljáðir voru hengd föt og annað smávegis. Innar-
lega við eystri vegg var stigi upp á loft, tvö eða þrjú þrep til norð-
urs, og þá gengið af palli til vesturs upp á loftið. Þiljað var um-
hverfis stigann og bak við hann. í norðausturhorni bæjardyra var
lokrekkja, fremur stutt, rekkjustokkurinn náði frá stiganum inn í
gafl, þar var innst þiljað svo sem rúmfjalarbreidd frá rekkju-
stokki til lofts, og svipuð þiljun frammi við stigann. Rekkjubotn-
inn var í á að gizka klofhæð, og undir honum var óafþiljað skot.
Hvorki var hurð né sparlak fyrir rekkjudyrunum, enda var rekkja
þessi mjög sjaldan notuð.
Bæjardyraloftið var aðalsvefnhús bæjarins. Það var portbyggt, al-
þiljað með skarsúð. Við vesturvegg voru 4 rúm hvert af annars enda,
en 3 við austurvegg sunnanverðan. Nyrzta rúmið þeim megin var
styttra en hin, og aftan við það var stigagatið, hleralaust. I norð-
austurhorni var lokrekkja, sem sneri þversum í húsinu, alþiljuð
og náði þilið framan hennar niður á gólf, en rekkj ubotninn var
í liðlega rúmhæð. Fyrir rekkjudyrunum var upphaflega rennihurð,
en síðar sparlak á streng, sem draga mátti frá og fyrir. Rekkjan
var að lengd og breidd lík venjulegu rúmi. Flest rúmin munu hafa
verið laus með rúmstólpum, sem ekki náðu upp í loft. Á milli þeirra
voru lágar bríkur. Þvert yfir mitt loftið var biti í svo sem 80 sm
hæð. Undir honum var upphækkaður pallur á gólfinu á milli rúm-
anna. Endar hans stóðu útundan bitanum og voru þeir notaðir sem
þrep til að stíga á, ef ganga þurfti yfir hann. Brekán voru yfir
öllum rúmum, öll með dökkum grunnlit, sum ofin með bekkjum, en
sum voru með rósum, líklega saumuðum. Rúmfjalir voru þá við
flest rúmin, sumar útskornar. I suðurenda loftsins sváfu karlmenn,
en konur í norðurenda. Lokrekkjan var oft notuð sem gestarúm.
Innan við miðjan austurvegg bæjardyra lágu dyr til skála. Fast