Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 15
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ 19 sem jökulvötn flæmast yfir, og háfjöll, löngum undir snjó. Hlunn- indi eru þar að vísu mörg, en tornýtt vegna vegalengda og stór- vatna. Þó er þar allsæmilegur reki, og nýtur bærinn góðs af því. Það hefir því ekki verið heiglum hent að búa á Núpsstað, enda hafa búið þar fram á þennan dag frægir dugnaðarmenn og víking- ar til ferðalaga um örðugustu bæjarleið landsins, Skeiðarársand. Hefst nú lýsing húsanna. Bæjardyr sneru bikuðum timburstafni fram á hlaðið. Dyr voru á miðjum stafni og einn stór gluggi yfir þeim. Þetta var allstórt hús, 7,30 m langt og 2,80 m breitt. Innan við þilið vestan dyra stóð hefilbekkur, en annars var þar lítið um stóra hluti, en á auða veggi sem voru óþiljáðir voru hengd föt og annað smávegis. Innar- lega við eystri vegg var stigi upp á loft, tvö eða þrjú þrep til norð- urs, og þá gengið af palli til vesturs upp á loftið. Þiljað var um- hverfis stigann og bak við hann. í norðausturhorni bæjardyra var lokrekkja, fremur stutt, rekkjustokkurinn náði frá stiganum inn í gafl, þar var innst þiljað svo sem rúmfjalarbreidd frá rekkju- stokki til lofts, og svipuð þiljun frammi við stigann. Rekkjubotn- inn var í á að gizka klofhæð, og undir honum var óafþiljað skot. Hvorki var hurð né sparlak fyrir rekkjudyrunum, enda var rekkja þessi mjög sjaldan notuð. Bæjardyraloftið var aðalsvefnhús bæjarins. Það var portbyggt, al- þiljað með skarsúð. Við vesturvegg voru 4 rúm hvert af annars enda, en 3 við austurvegg sunnanverðan. Nyrzta rúmið þeim megin var styttra en hin, og aftan við það var stigagatið, hleralaust. I norð- austurhorni var lokrekkja, sem sneri þversum í húsinu, alþiljuð og náði þilið framan hennar niður á gólf, en rekkj ubotninn var í liðlega rúmhæð. Fyrir rekkjudyrunum var upphaflega rennihurð, en síðar sparlak á streng, sem draga mátti frá og fyrir. Rekkjan var að lengd og breidd lík venjulegu rúmi. Flest rúmin munu hafa verið laus með rúmstólpum, sem ekki náðu upp í loft. Á milli þeirra voru lágar bríkur. Þvert yfir mitt loftið var biti í svo sem 80 sm hæð. Undir honum var upphækkaður pallur á gólfinu á milli rúm- anna. Endar hans stóðu útundan bitanum og voru þeir notaðir sem þrep til að stíga á, ef ganga þurfti yfir hann. Brekán voru yfir öllum rúmum, öll með dökkum grunnlit, sum ofin með bekkjum, en sum voru með rósum, líklega saumuðum. Rúmfjalir voru þá við flest rúmin, sumar útskornar. I suðurenda loftsins sváfu karlmenn, en konur í norðurenda. Lokrekkjan var oft notuð sem gestarúm. Innan við miðjan austurvegg bæjardyra lágu dyr til skála. Fast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.