Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 23
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ
27
Hér hefur verið lýst mannvistarhúsum á Núpsstað eins og þau
voru um 1890—1892, en hvorki mun fjós og baðstofa né kamar
hafa verið meðal þeirra húsa, sem í þrengstu merkingu nefndust
bær, t. d. var ætíð talað um að fara úr báðstofunni inn í bæ.
Næsta hús í bæjarröðinni vestan fjóssins var Litlaskemma, lítið
hús með timburstafni, lengd um 3,80 m, breidd um 1,80 m, þar
voru geymdar tunnur með saltketi, og slátur og ket á haustin áður
en það var hengt upp í reyk, eða haft til annarrar matargerðar.
Litlaskemma var rifin um svipað leyti og skálinn.
Vestan Litluskemmu var sund. Upp í það lágu þrep og var stígur
eftir sundinu, sem farinn var til kamars og annarra húsa í húsa-
garðinum.
Næsta hús í bæjarröðinni var smiðja, 1. 5,40 m, br. 1,75 m.
Fyrir henni var timburstafn og dyr á miðjum stafni, lítill gluggi
yfir dyrum. Vestan dyra var smiðjuborðið við þilið, og við vestur-
vegg fremst var bekkur til að sitja á, sem náði inn að aflinum,
sem var 1,65 m innan við þilið við vesturvegg. Mitt á milli aflsins
og smiðjuborðsins stóð steðji á fæti. Aflinn var grjótbálkur 1,15
m á hvorn veg og aftan hans smiðjubelgur á virkjum. Frá smiðju-
belg inn í gafl var 1,75 m. Undir aflinum var hlaðið svo sem
vindauga, sem stefndi langs eftir húsinu. Ofan í það gekk járn-
lykkja, og í gegnum hana gekk rá, smiðjusveifin, eftir endilöngu
auganu og undir smiðjubelginn og var fest þar í hann. Sá sem sat
á bekknum gat stigið smiðjuna og slegið járn á steðjanum án þess
að rísa upp. Þessi umbúnaður bilaði síðar, þannig a'ð járnið slitn-
áði, og eftir það var sveifin hengd upp yfir belg og afli, eins og
venjulegt var í smiðjum. Innan við smiðjubelginn var kolastía,
sem náði inn í gafl, en tók vart lengra út á gólfið en á móts við
belginn. Stían var nær mittisdjúp og var árlega fyllt af viðarkolum.
Vestan við smiðju stóðu enn tvö hús í húsaröðinni, austar skemma
og vestar hjallur. Á skemmunni var lágur þilstafn með glugga yfir
gluggadekki, sem náði í hálfa veggjahæð. Húsið var alls að lengd
5,30 m og breidd 2,00 m. Um miðju var því skipt í tvennt með
þvervegg, sem náði upp undir bita, sem þar var. Dyr voru á þess-
um vegg miðjum inn í innra húsið, en gengið var í skemmuna úr
hjallinum og opnuðust dyrnar inn í fremri enda hennar rétt inn
undir þverveggnum. Með báðum langveggjum voru jötur. Á sumrum
voru settar hillur eða bekkir yfir jöturnar í innra húsinu, sem var
æði dimmt. Þar var öll málnyta geymd á sumrum og stóðu þá trog,
skjólur og keröld á hillunum. í fremri endanum voru geymdir reið-