Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 23
GÖMUL HÚS Á NÚPSSTAÐ 27 Hér hefur verið lýst mannvistarhúsum á Núpsstað eins og þau voru um 1890—1892, en hvorki mun fjós og baðstofa né kamar hafa verið meðal þeirra húsa, sem í þrengstu merkingu nefndust bær, t. d. var ætíð talað um að fara úr báðstofunni inn í bæ. Næsta hús í bæjarröðinni vestan fjóssins var Litlaskemma, lítið hús með timburstafni, lengd um 3,80 m, breidd um 1,80 m, þar voru geymdar tunnur með saltketi, og slátur og ket á haustin áður en það var hengt upp í reyk, eða haft til annarrar matargerðar. Litlaskemma var rifin um svipað leyti og skálinn. Vestan Litluskemmu var sund. Upp í það lágu þrep og var stígur eftir sundinu, sem farinn var til kamars og annarra húsa í húsa- garðinum. Næsta hús í bæjarröðinni var smiðja, 1. 5,40 m, br. 1,75 m. Fyrir henni var timburstafn og dyr á miðjum stafni, lítill gluggi yfir dyrum. Vestan dyra var smiðjuborðið við þilið, og við vestur- vegg fremst var bekkur til að sitja á, sem náði inn að aflinum, sem var 1,65 m innan við þilið við vesturvegg. Mitt á milli aflsins og smiðjuborðsins stóð steðji á fæti. Aflinn var grjótbálkur 1,15 m á hvorn veg og aftan hans smiðjubelgur á virkjum. Frá smiðju- belg inn í gafl var 1,75 m. Undir aflinum var hlaðið svo sem vindauga, sem stefndi langs eftir húsinu. Ofan í það gekk járn- lykkja, og í gegnum hana gekk rá, smiðjusveifin, eftir endilöngu auganu og undir smiðjubelginn og var fest þar í hann. Sá sem sat á bekknum gat stigið smiðjuna og slegið járn á steðjanum án þess að rísa upp. Þessi umbúnaður bilaði síðar, þannig a'ð járnið slitn- áði, og eftir það var sveifin hengd upp yfir belg og afli, eins og venjulegt var í smiðjum. Innan við smiðjubelginn var kolastía, sem náði inn í gafl, en tók vart lengra út á gólfið en á móts við belginn. Stían var nær mittisdjúp og var árlega fyllt af viðarkolum. Vestan við smiðju stóðu enn tvö hús í húsaröðinni, austar skemma og vestar hjallur. Á skemmunni var lágur þilstafn með glugga yfir gluggadekki, sem náði í hálfa veggjahæð. Húsið var alls að lengd 5,30 m og breidd 2,00 m. Um miðju var því skipt í tvennt með þvervegg, sem náði upp undir bita, sem þar var. Dyr voru á þess- um vegg miðjum inn í innra húsið, en gengið var í skemmuna úr hjallinum og opnuðust dyrnar inn í fremri enda hennar rétt inn undir þverveggnum. Með báðum langveggjum voru jötur. Á sumrum voru settar hillur eða bekkir yfir jöturnar í innra húsinu, sem var æði dimmt. Þar var öll málnyta geymd á sumrum og stóðu þá trog, skjólur og keröld á hillunum. í fremri endanum voru geymdir reið-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.