Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
voru hús lögð niður eða flutt um set eftir því hvar beit var talin bezt
á hverjum tíma eða aðrar aðstæður kröfðu. Ekki veit ég hver hús voru
einkum notuð í tíð þeirra bæjarhúsa á Núpsstað, sem nú hefir verið
lýst, en hér skulu talin þau hús, sem nú eru í notkun, og verður ann-
arra eldri getið eftir því sem tilefni gefast. Sjá uppdrátt á 10. mynd.
I. Syðstahesthús. Vegurinn heim að Núpsstað liggur upp með tún-
inu að vestan, beygir síðan inn um túnhlið og þaðan áfram til norð-
austurs, unz hann kemur í stuttar traðir, sem liggja beint austur að
bænum. Andspænis túnhliðinu var áður hesthús, svipað III hér á
eftir, en því hefir verið breytt í bílgeymslu og sést þar nú enginn
forn umbúnaður annar en hláðnir veggir úr grjóti og torfi.
II. Stórahesthús. Nokkru ofar og austar er annað hesthús. Það er
gamalt, og hefir ekki verið notað sem peningshús nú alllengi. Ekki
var því lokað með hurð, heldur með slagbrandi um þverar dyr, og
var endum hans stungið í sérstakar raufar í hleðslunni. Þessar rauf-
ar sjást þó ekki lengur. Ekki var þar annar dyraumbúnaður, og nú
er hús þetta aðeins notað sem geymsla fyrir ýmislegt gamalt dót.
Húsið snýr frá austri til vesturs og eru dyrnar á syðri langvegg
nær vesturenda. Það er 6 m 1. og 1,75 m br. Suðurveggur er mjög
þykkur, svo að dyragangurinn í gegnum hann er 2,25 m 1., en aðeins
70 sm víður, hæð dyra er nú 140 sm. I húsinu er mæniás, og liggja
endar hans á gaflhlöðum. Vestan dyra er biti um þvert hús og liggur á
tveimur stoðum. Á honum miðjum er dvergur, sem ber mæniásinn.
Auk þess er annar dvergur á bitanum nær dyravegg og ber vestur-
enda langbands, sem nær aðeins austur á næsta bita, sem er skammt
austan dyra. Endar þess bita liggja úti á veggjapöllum, en ekki á
stoðum. I austurenda hússins er ekki biti, en í hans stað er þar lág
sperra, er stendur á veggjapöllum. Hún er styrkt í toppinn með
klampa, en á miðri sperrunni eða á sperrutoppnum liggur trébútur
og ber hann mæniásinn. Reft er af mæniás út á veggi og er hella á
röftunum undir torfþaki. Undir röftunum norðanmegin í vestur-
enda er þó langband, sem liggur frá gaflhlaði austur á móts við vest-
asta bita, og hvílir endi þess þar á eins konar dverg á bitanum (sést
ekki á 12. mynd). I báðum endum hússins eru hlaðnir grjótbálkar und-
ir stalla, en jötustokkarnir eru horfnir. Yfir dyraganginum liggja tré
og á þeim eins konar mæniás, og síðan eru lagðir raftar á þennan
umbúnáð og þar yfir helluþak með lágu risi. Gólf hússins er flórað
með hellu. (Sjá 11., 12. og 13. mynd.)
III. Efstahesthús. Skammt norður frá húsi II er enn hesthús. Bæði
hesthúsin snúa eins, en þetta stendur uppi við vesturenda traðanna.