Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 51
Otskurður frá skjaldfönn
55
ekki verðui’ undan komizt að bera hann saman við hana, en hún er
helzt talin vera frá fyrri hluta 15. aldar eða frá miðbiki þeirrar aldar.
Við þetta má svo bæta því, að t. d. Skarðsdúkurinn, sem saumaður
hefur verið skömmu fyrir 1550, er með náskyldum uppundninga-
munstrum. Þetta sýnir, að í rauninni getur útskurðurinn frá Skjald-
fönn verið frá tímabilinu frá því snemma á 14. öld og allt fram á
miðja 16. öld. Og það er allt annað en auðvelt að kveða nánar á um
aldur hans með nokkurri vissu. En ég leyfi mér að gizka á, að hann
sé frá svipuðum tíma og Teiknibókin, frá því sem næst miðri 15. öld.
Úr hverju er svo þessi fjalarstúfur? Þessu verður ekki svarað me'ð
neinni vissu. En útskurðurinn er svo stórbrotinn, að miklu líklegra er
að hann sé úr húsi heldur en einstökum hlut, og til hins sama bendir
þykkt fjalarinnar. Mjög sennilegt er, að þetta sé partur úr hurð frá
veglegu húsi, og kemur manni þá í hug verk eins og Valþjófsstaða-
hur'ðin. Naumast er hugsanlegt, að svo vandaður gripur hafi verið í
húsi óbreytts bónda, en hitt næstum því sjálfsagt, að hann hafi upp-
haflega verið á höfðingjasetri, og þá helzt í kirkju. Vitaskuld hvarflar
hugurinn að Vatnsfirði. Þar vantaði ekki stórhöfðingjana á þessum
tímum og þá ekki heldur mikil hús, hvort sem var bær eða kirkja.
En engin nöfn skulu nefnd og fæst orð hafa minnsta ábyrgð um þetta
allt saman. Fjölin frá Skjaldfönn sætir að sönnu ekki stórtíðindum í
sögu íslenzkrar miðaldalistar, en hún skipar sinn sess með sóma og
lætur ekki fram hjá sér ganga. Þetta er það sem máli skiptir, en ekki
hitt, hver gert hefur eða gera látið þetta verk, þótt það væri skemmti-
leg aukageta að geta bent á slíkt.
SUMMAEY
A newly discovered 15th century woodcarving.
In 1968 the farmer at Skjaldfönn, a remote small farm on the Westfjord pen-
insula, presented to the county museum at ísafjörður a carved fir panel of consid-
erable interest. The panel is 45.5 cm long, 18—19 cm wide, quite obviously a frag-
ment of a much bigger whole, very likely a door from some fine house, preferably
a church. The carving is only on one side of the panel. It has suffered some damage,
but it is sufficiently well preserved to allow a fairly exact definition of its true
nature. The ornament is in a rather high relief. Its main feature is a network of
stems or branches rolled up into large, partly intertwined spirals. Smaller branches,
most of them terminated by a three-lobed leaf, shoot out here and there from the
edges of the main stems. In the big spirals animals are inserted, of which a lion with
back-turned head and a dragon are clearly visible on the fragment. This orna-
mentation conforms completely with Ellen Marie Mageroy’s definition of „Icelandic