Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 45
ÚTSKURÐUR FRÁ SKJALDFÖNN
49
tímans tönn, bakhliðin allfúin og ber nokkur merki eftir axarhögg
og aðra barsmíð. Fjölin er aðeins bútur úr stærri planka eða borði.
Sagað er þvert fyrir báða enda, gegnum útslcurðinn, miskunnarlaust,
og er nú ógerlegt að gizka á, hve löng f jölin hefur verið. Vinstri brúnin
er klofningssár nýlegt, eins og þegar hefur verið vikið að. Hægri
brúnin virðist aftur á móti vera upphafleg brún, en hún er nú mjög
máð af fúa og líkast til veðrun, og ná þessar meinsemdir nokku'ð inn
á flöt fjalarinnar og gera útskurðinn torráðinn á parti. Einhvern tíma
í sögu f jalarinnar hafa verið settir á hana tveir þverokar, 7 sm breiðir,
nær endum, og hefur þá verið ætlunin að slétta nokkuð undir þeim
með því að flaga ofan af útskurðinum. í því skyni hafa verið sagaðar
grunnar skorur þvers yfir, tvær og tvær fyrir okabreidinni. Síðan
hefur verið sléttað undir efri okann milli skoranna, en einhverra
hluta vegna hefur það ekki verið gert vi'ð neðri okann, heldur látið
nægja að saga förin. Okarnir hafa verið negldir á með grófum járn-
nöglum, sem enn eru í fjölinni að nokkru leyti. Stór kringlótt göt eru
gegnum fjölina í okaförunum báðum, 4 sm frá hægri brún, en brotið
er nú niður úr neðra gatinu.
Þó að fjöl þessi hafi átt hrakningssama ævi, er útskurðurinn, sem
þekur framhlið hennar, býsna skýr. Allt yfirborðið er að vísu nokkuð
ve'ðrað, svo að tréð er fremur æðabert, naglaför og einkum efra oka-
farið spilla nokkuð fyrir, en yfirleitt er vandalaust að fylgja út-
skurðinum eftir á öllum vinstri hluta fjalarinnar, jafnvel í okafarinu,
og það er ekki fyrr en fer að nálgast hægri brún, að fúi og veðrun
koma í veg fyrir að hægt sé að ráða útskurðinn alveg, og var þetta
áður nefnt. Ljósmynd og uppdráttur eiga sameiginlega að veita góða
hugmynd um útskurðinn, og vísast hér til þeirra í eitt skipti fyrir
öll, og er nauðsynlegt að hafa myndirnar jafnan fyrir sér, þegar
lesin er lýsing sú, sem liér fer á eftir, ef maður ætlar áð skilja allt
eðli verksins.
Lítum fyrst á breiðan, flatan stöngul með skörpum vel afmörkuð-
um brúnum, sem kemur inn á fjölina frá vinstri brún, 12,5 sm ofan
við neðri enda. Hann liggur í stórum boga inn og upp eftir fjölinni
og sveigir síðan út af henni aftur efst uppi í vinstra horni. Enginn
vafi er á, að hann hefur síðan farið alveg í hring, enda kemur hann
aftur inn á fjölina innan í stóra sveignum og aftur út af henni, og
enn gerir hann hið sama einu sinni enn og hefur þá mjókkað til muna.
Við sjáum hér væna sneið af gríðarstórum uppundnum stöngli, sem
er eins og hátt upphleypt flatt band. Á yzta sveignum neðanverðum er
tvöföld innri útlína við ytri bnm, en ekki vir'ðist hún hafa náð nema
4