Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 45
ÚTSKURÐUR FRÁ SKJALDFÖNN 49 tímans tönn, bakhliðin allfúin og ber nokkur merki eftir axarhögg og aðra barsmíð. Fjölin er aðeins bútur úr stærri planka eða borði. Sagað er þvert fyrir báða enda, gegnum útslcurðinn, miskunnarlaust, og er nú ógerlegt að gizka á, hve löng f jölin hefur verið. Vinstri brúnin er klofningssár nýlegt, eins og þegar hefur verið vikið að. Hægri brúnin virðist aftur á móti vera upphafleg brún, en hún er nú mjög máð af fúa og líkast til veðrun, og ná þessar meinsemdir nokku'ð inn á flöt fjalarinnar og gera útskurðinn torráðinn á parti. Einhvern tíma í sögu f jalarinnar hafa verið settir á hana tveir þverokar, 7 sm breiðir, nær endum, og hefur þá verið ætlunin að slétta nokkuð undir þeim með því að flaga ofan af útskurðinum. í því skyni hafa verið sagaðar grunnar skorur þvers yfir, tvær og tvær fyrir okabreidinni. Síðan hefur verið sléttað undir efri okann milli skoranna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið gert vi'ð neðri okann, heldur látið nægja að saga förin. Okarnir hafa verið negldir á með grófum járn- nöglum, sem enn eru í fjölinni að nokkru leyti. Stór kringlótt göt eru gegnum fjölina í okaförunum báðum, 4 sm frá hægri brún, en brotið er nú niður úr neðra gatinu. Þó að fjöl þessi hafi átt hrakningssama ævi, er útskurðurinn, sem þekur framhlið hennar, býsna skýr. Allt yfirborðið er að vísu nokkuð ve'ðrað, svo að tréð er fremur æðabert, naglaför og einkum efra oka- farið spilla nokkuð fyrir, en yfirleitt er vandalaust að fylgja út- skurðinum eftir á öllum vinstri hluta fjalarinnar, jafnvel í okafarinu, og það er ekki fyrr en fer að nálgast hægri brún, að fúi og veðrun koma í veg fyrir að hægt sé að ráða útskurðinn alveg, og var þetta áður nefnt. Ljósmynd og uppdráttur eiga sameiginlega að veita góða hugmynd um útskurðinn, og vísast hér til þeirra í eitt skipti fyrir öll, og er nauðsynlegt að hafa myndirnar jafnan fyrir sér, þegar lesin er lýsing sú, sem liér fer á eftir, ef maður ætlar áð skilja allt eðli verksins. Lítum fyrst á breiðan, flatan stöngul með skörpum vel afmörkuð- um brúnum, sem kemur inn á fjölina frá vinstri brún, 12,5 sm ofan við neðri enda. Hann liggur í stórum boga inn og upp eftir fjölinni og sveigir síðan út af henni aftur efst uppi í vinstra horni. Enginn vafi er á, að hann hefur síðan farið alveg í hring, enda kemur hann aftur inn á fjölina innan í stóra sveignum og aftur út af henni, og enn gerir hann hið sama einu sinni enn og hefur þá mjókkað til muna. Við sjáum hér væna sneið af gríðarstórum uppundnum stöngli, sem er eins og hátt upphleypt flatt band. Á yzta sveignum neðanverðum er tvöföld innri útlína við ytri bnm, en ekki vir'ðist hún hafa náð nema 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.