Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 115

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 115
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR 119 að sé eftir Guðmund, en hvorki mér né frú Mageroy var kunnugt um hann. En hér vil ég leggja áherzlu á, að frú Mageroy skilgreinir stíl Guðmundar miklu betur en ég gerði og gerir alvarlegar tilraunir til að finna nánustu hliðstæður hans í Danmörku, en vonlaust virðist vera að finna þar tréskurðarminjar, sem alveg koma heim við stíl Guð- mundar, þótt auðséð sé, áð hann hefur staðið föstum fótum í barokk- hefðinni. Eftir rannsókn frú Mageroy stendur það enn ljósara en áður, að Guðmundur er mikilmenni í sögu íslenzks tréskurðar, að vísu nokkuð einn sér innan um aðra tréskera vegna fagmannlegra vinnu- bragða, en bersýnilegt virðist, að hann hefur átt sína sporgöngumenn, sem líktu eftir stíl hans og tóku upp viss atriði úr barokklistinni, þótt þeir byggðu annars á fornum grunni. Síðan eru taldir upp og skilgreindir nokkrir ónafngreindir meist- arar, sem þekkjast af verkum sínum, og yrði of langt mál að telja þá upp hér og ræða þau verk, sem hún eignar hverjum. Þó verður að- eins að drepa á þann mikla mann, sem skorið hefur út nokkra norð- lenzka skápa, sem mikið láta yfir sér í Þjóðminjasafninu. Frúin sýnir fram á, að þeir séu frá seinni hluta 17. aldar, og tel ég engan vafa á, að það sé rétt. En þessir skápar eru fyrir það merkilegir, að þar lifa miðaldir með óvenjulegum blóma, fjölskrúðugir sívafningar hátt upp- hleyptir, svo að verkið allt minnir á hina fornu planka frá Laufási og víðar. Annars vil ég aðeins segja það, að ég tel, áð gerlegt væri að ganga ögn lengra en frú Mageroy gerir í að finna einstaka meistara, en skynsamlegt er í yfirlitsverki eins og þessu að eyða ekki meira rúmi í það en hún gerir. Þegar höf. hefur lokið ferð sinni um 17. öldina, annars vegar með því að rekja alla ársetta hluti og hins vegar með því að greina verk einstakra meistara, dregur hún saman dæmin og reynir að gera eins konar heildarmynd 17. aldar. Eftirtektarverðast er þá lífseigla róm- anska teinungsins og margbreytilegar myndir hans, en áhugaverðast afbrigði er „hinn íslenzki stíll“. Orðið „gotneskur“ kemur henni ekki á tungu nema í sambandi við einn skáp frá 1653 og reyndar prédikun- arstólinn frá Bæ. En hún spyr, hvort þetta séu tilviljanir, eða hvort það sé í rauninni svo, að engin merki eftir gotneska stíltilfinningu sé að finna í íslenzkum tréskurði. Þetta er mjög merkilegt. Renesansinn hefur aftur á móti haft nokkur áhrif, hefur sett sitt mark á tiltekin jurtaform og valdið vaxandi tilhneigingu til samhverfingar. Brjósk- barokk er fullmótað hjá Guðmundi Guðmundssyni og lætur á sér kræla hjá fleiri. En barokk-akantus vottar naumast fyrir í tréskurð- inum. Á 17. öld fer að bera meira á mjög lágri upphleypingu eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.