Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 115
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR
119
að sé eftir Guðmund, en hvorki mér né frú Mageroy var kunnugt um
hann. En hér vil ég leggja áherzlu á, að frú Mageroy skilgreinir stíl
Guðmundar miklu betur en ég gerði og gerir alvarlegar tilraunir til
að finna nánustu hliðstæður hans í Danmörku, en vonlaust virðist
vera að finna þar tréskurðarminjar, sem alveg koma heim við stíl Guð-
mundar, þótt auðséð sé, áð hann hefur staðið föstum fótum í barokk-
hefðinni. Eftir rannsókn frú Mageroy stendur það enn ljósara en
áður, að Guðmundur er mikilmenni í sögu íslenzks tréskurðar, að vísu
nokkuð einn sér innan um aðra tréskera vegna fagmannlegra vinnu-
bragða, en bersýnilegt virðist, að hann hefur átt sína sporgöngumenn,
sem líktu eftir stíl hans og tóku upp viss atriði úr barokklistinni,
þótt þeir byggðu annars á fornum grunni.
Síðan eru taldir upp og skilgreindir nokkrir ónafngreindir meist-
arar, sem þekkjast af verkum sínum, og yrði of langt mál að telja
þá upp hér og ræða þau verk, sem hún eignar hverjum. Þó verður að-
eins að drepa á þann mikla mann, sem skorið hefur út nokkra norð-
lenzka skápa, sem mikið láta yfir sér í Þjóðminjasafninu. Frúin sýnir
fram á, að þeir séu frá seinni hluta 17. aldar, og tel ég engan vafa á,
að það sé rétt. En þessir skápar eru fyrir það merkilegir, að þar lifa
miðaldir með óvenjulegum blóma, fjölskrúðugir sívafningar hátt upp-
hleyptir, svo að verkið allt minnir á hina fornu planka frá Laufási og
víðar. Annars vil ég aðeins segja það, að ég tel, áð gerlegt væri að
ganga ögn lengra en frú Mageroy gerir í að finna einstaka meistara,
en skynsamlegt er í yfirlitsverki eins og þessu að eyða ekki meira
rúmi í það en hún gerir.
Þegar höf. hefur lokið ferð sinni um 17. öldina, annars vegar með
því að rekja alla ársetta hluti og hins vegar með því að greina verk
einstakra meistara, dregur hún saman dæmin og reynir að gera eins
konar heildarmynd 17. aldar. Eftirtektarverðast er þá lífseigla róm-
anska teinungsins og margbreytilegar myndir hans, en áhugaverðast
afbrigði er „hinn íslenzki stíll“. Orðið „gotneskur“ kemur henni ekki
á tungu nema í sambandi við einn skáp frá 1653 og reyndar prédikun-
arstólinn frá Bæ. En hún spyr, hvort þetta séu tilviljanir, eða hvort
það sé í rauninni svo, að engin merki eftir gotneska stíltilfinningu sé
að finna í íslenzkum tréskurði. Þetta er mjög merkilegt. Renesansinn
hefur aftur á móti haft nokkur áhrif, hefur sett sitt mark á tiltekin
jurtaform og valdið vaxandi tilhneigingu til samhverfingar. Brjósk-
barokk er fullmótað hjá Guðmundi Guðmundssyni og lætur á sér
kræla hjá fleiri. En barokk-akantus vottar naumast fyrir í tréskurð-
inum. Á 17. öld fer að bera meira á mjög lágri upphleypingu eða