Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Blaðsíða 65
SKILDAHÚFA
69
fest saman með sams konar bryddingu (5. og 6. mynd). Yfir ytri
bryddingunni var legging úr tveimur samansaumuðum gylltum vír-
borðum, hvorum um 1,5 cm að breidd, en leggingin var fjarlægð við
viðgerðina. Neðan við kollinn allt í kring er saumaður listi eða
kantur, 9 cm breiður að framanf ?], en mjókkar ofan í 4 cm að
aftan [?] (7. mynd). Hann er úr grænu og svörtu silkiefni með
vaðmálsvend, bryddur að neðan með svörtu satínofnu skábandi úr
silki. Að innan var listinn fóðraður aðallega með ljósgráum pappa,
sem klippt hafði verið upp í á nokkrum stöðum, þannig að hægt var
að brjóta listann inn undir kollinn. Þessi pappi var einnig fjar-
lægður við viðgerðina, en rytjur af eldra pappafóðri næst kollinum
skildar eftir. Er eldri pappinn sagður gulgrár að l'it, svipaður papp-
anum í kollinum.
Viðgerð húfunnar var aðallega fólgin í því, að lagt var undir
göt og þau saumuð niður. Til dæmis var þannig gert við göt, sem
dottin voru á ullarefnið á kollinum, og ennfremur var gert vi'ð gat,
sem var á kollinum miðjum í gegnum allt í senn, ullarefnið, pappann
og flauelið. Þá var listinn fóðraður að nýju með tvöföldum pappa,
klæddum svörtu „moll“efni, og göt í græna og svarta silkiefninu
saumuð niður við það.
Þegar athugaðar eru upplýsingar og myndir varðandi skildahúf-
una í Þjóðminjasafni Dana og þær bornar saman við húfuna í Þjóð-
minjasafni Islands og hina nákvæmu lýsingu Sveins Pálssonar á
húfu þeirri, sem hann skoðaði hjá prófastsfrúnni í Görðum árið
1791, má ljóst vera, að húfan í Þjóðminjasafni Dana hefur ekki
varðveitzt í upprunalegri mynd, heldur mun kollurinn, sem nú er,
þ. e. kringlan og hringurinn, vera upphaflega húfan, en listinn
seinni tíma viðbót. Við breytinguna var upprunalegu húfunni livolft
við, þannig að flauelslagður kollurinn sneri niður (6. mynd), en
húfuopið upp, svo að skein í vaðmálsofið ullarfóðrið (5. mynd), og
listinn úr silkiefninu pappafóðruðu síðan saumaður við. Virðist
breytingin einna helzt hafa verið gerð í því skyni, að húfan yrði ekki
sett ofan á fald, heldur beint á höfuðið, því að ummál listans að
neðan er 55 cm, en ummál opsins á upprunalegu húfunni, þ. e. hrings-
ins að innanverðu, er um 31 cm.
Við skráningu húfunnar árið 1861 voru aðeins taldir vera á henni
sjö skildir, einn stór og sex litlir,13 en þegar Matthías Þórðarson
gerði skrá sína árið 1918, voru litlu skildirnir sjö talsins. Ýmis-
legt bendir til, að fyrri talan sé rétt; til dæmis er einn af litlu skjöld-
unum með meiri gyllingu en hinir og öðruvísi frágenginn að aftan