Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Síða 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafi tvö til þrjú þrep niður í gamla húsið. Það hét Brúnsbær, eftir Christine Bruun, ekkju Sigvards Bruun fangavarðar, er þarna bjó. Áður var hér beykisíbúð innréttinga. Til þeirra gekk húsið, er konungur afhenti jörðina. Samkvæmt dagbók Jóhannesar Áskelssonar liggur þunn skán í 1, 13 m dýpi, sem hann taldi, að kynni að vera gólfskán (lag E, J. Á.). Ekki virðist ósennilegt, að gólf Brúnsbæjar hafi staðizt á við lag þetta, enda tvær til þrjár tröppur niður og í sama dýpi finnst grjót, er rekja mætti til bæjarins. Ruðningslagið (lag F, J. Á.) er svo yngra, og hafa menn líklega sléttað hér úr veggjum á býlisgrunni. Fornu munirnir lágu flestir dýpra en lag E. Brúnsbær rís því senni- lega talsvert seinna en elzta byggð í Reykjavík. Nokkrir munir fundust í efri hluta grunns. Þeir eru frá næst- liðnum öldum að sjá, en flestir, eða svo má álykta, voru í mólaginu (lag D, J. Á.), og virðast því eldri Brúnsbæ. Matthías telur elztu munina frá söguöld eða landnámi. Af beinafundunum verður aldur mólagsins ráðinn nokkuð. Svín teljast algeng húsdýr á söguöld og þjóðveldistíma, en á 16. öld mun svínarækt leggjast niður. Sá hluti mólags, er svínabeinin dreifðust um, myndast því líklega fyrir 16. öld. Nokkuð fannst geirfuglsbeina, en sá fugl deyr út 1844, þá löngu sjaldgæfur. Af rostungsbeinunum verður næsta lítið ályktað um aldur. Rostungar munu hafa verið al- gengir í upphafi byggðar, en fækkaði snemma, bæði sökum dráps og vegna þess, hve mannfælnir þeir eru. En Reykvíkingar hafa þó getað komizt í færi við einstök dýr lengi fram eftir. Bein allra þess- ara þriggja tegunda setja fornan svip á lagið, og er það sennilega til orðið fyrir lok miðalda. Eins og að framan getur, fannst mikið af kurluðu limi, spýtum og spónum í ofangreindu lagi, en mest þó neðst og við suðvestur- horn grunnsins. Á þessum bletti safnaði Finnur Guðmundsson kurli og spónum. Úr safni hans fengum við einn höggspón árið 1967 og sendum eðlisfræðistofnun háskólans í Uppsölum til aldursgreining- ar eftir geislakolsaðferð. Þar ákvarðaði dr. Ingrid Olsson aldur spónsins, en hann ber greiningarnúmerið U — 2082. Aldur reyndist: 1140 ± 70 B. P., þ. e. 810 e. Kr. Samkvæmt alþjóðareglu liggja skil við árið 1950 og helmingatími 5570 ár. Sé miðað við 5730 ár, reynist aldur hins vegar: 1170 ± 70 B. P., þ. e. 780 e. Kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.