Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 1
HALLDÓR J. JÓNSSON
MANNAMYNDIR SIGURÐAR GUÐMUNDS-
SONAR MÁLARA
Mannamyndagerð á Islandi þangað til ljósmyndun kemur til sög-
unnar á öldinni sem leið er lengst af harla fátækleg. Myndir af ís-
lenskum mönnum eru engar til eldri en frá 17. öld1) og margar þær
elstu vafalaust verk erlendra manna. Nafngreindir íslenskir lista-
menn eru sárafáir á þessu tímabili.
Fyrstu Islendingar sem kenndir eru við mannamyndagerð eru sr.
Jón Guðmundsson (1631—1702) í Felli í Sléttuhlíð, alnafni hans (um
1635—1696), prestur í Stærra-Árskógi, en þó einkum Hjalti prestur
Þorsteinsson (1665—1754) í Vatnsfirði, lærðasti listamaðurinn af
þessum þrem.2) Eftir hans dag kveður lítið að framlagi Islendinga
í þessari grein fyrr en Sæmundur Magnússon Hólm (1749—1821)
prestur á Helgafelli fer að gera blýants- og rauðkrítarteikningar sín-
ar.3) Sr. Sæmundur nam myndlist við Listaháskólann í Kaupmanna-
höfn. Þó er oft viðvaningsbragur á myndum hans, enda eru dómar
samtíðarmanna um þær ekki ætíð lofsamlegir.4) Tveir Islendingar
sem stunduðu myndlistarnám í Kaupmannahöfn laust fyrir miðja
19. öld hafa látið eftir sig nokkrar mannamyndir. Það voru þeir
Helgi Sigurðsson (1815—1888), seinna prestur á Setbergi og Mel-
um5) og Þorsteinn Guðmundsson (1817—1864) frá Hlíð í Gnúp-
verjahréppi.6) Leikni þeirra Helga og Þorsteins virðist fremur áfátt,
þó að báðir eigi að heita skólagengnir í myndlistinni. Um þetta leyti
er ljósmyndaöld að ganga í garð og var sr. Helgi fyrsti íslenski ljós-
myndarinn og merkur brautryðjandi á fleiri sviðum.
Útlendir menn sem voru á ferðalagi eða dvöldust um stundarsakir
hér á landi hafa gert nokkrar myndir af íslensku fólki. Má þar nefna
Rudolf Keyser og Sören Winther, auk t.a.m. teiknara Gaimard-leið-
angursins.
En afkastamestur og best verki farinn af þeim sem fást við
mannamyndagerð hér á landi fyrir ljósmyndaöld er Sigurður Guð-
mundsson, fæddur á Hellulandi í Skagafirði 1833.
Meðfætt listfengi Sigurðar varð til þess að honum gafst kostur á