Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Qupperneq 4
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
glatast hafi nær fjórði hlutinn af þeim mannamyndum sem vitað er
að Sigurður gerði. Sýnir það hversu ótrygg einkaeign er til varð-
veislu menningarverðmæta af þessu tagi.
Ýmsar spurningar vakna í sambandi við einstakar myndir Sigurð-
ar, tilefni þeirra, feril og afdrif, og er mörgum enn ósvarað. Við
sumum kynnu að fást svör með nákvæmari heimildakönnun en hér
liggur að baki.
Talsverð líkindi eru til að enn leynist í fórum einstaklinga myndir
eftir Sigurð, sem ekki hefur verið gaumur gefinn. Væri Þjóðminja-
safninu mikill fengur í vitneskju um slíkar myndir. Sama máli gegnir
um þær sem fólk hefur haft spurnir af þótt nú séu glataðar.
Um Sigurð málara hefur sitthvað verið skrifað þótt honum hafi
engan veginn verið gerð nein fullnaðarskil. Hér skal aðeins nefnd bók
séra Jón Auðuns, Siguröur Gu'ömundsson málari, Reykjavík 1950, og
bók Lárusar Sigurbjörnssonar, Þáttur Siguröar málara, Brot úr bæj-
ar- og menningarsögu Reykjavíkur, Reykjavík 1954. 1 hinni fyrr-
nefndu eru góðar myndir af 43 mannamyndum Sigurðar.
Þess skal að lokum getið að myndirnar með eftirfarandi andlits-
myndatali eiga fyrst og fremst að vera til þess að auðvelda mönnum
að þekkja myndirnar, en ekki er til þess ætlast að þær gefi réttláta
hugmynd um þær sem listaverk.
1) Ekkert vit er í að telja t. d. dýrlingamyndir á altarisklæðum til manna-
mynda.
2) Matthías Þórðarson, fslenzkir listamenn. Rit Listvinafjelags íslands I (Rv.
1920), bls. 1—9.
3) Matthías Þórðarson, ibid., bls. 10—47.
4) Sbr. t. d. ummæli Steingríms biskups um mynd Hannesar Finnssonar í
bréfi til Jóns Sigurðssonar 19. febr. 1845 (Lbs. 427 fol., pr. í Gömul Reykja-
víkurbréf 1835—1899. íslenzk sendibréf VI. (Rv. 1965), bls. 36), og álit
dætra Benedikts Gröndals eldra á mynd hans eftir Sæmund, sjá Benedikt
Gröndal (Sveinbjarnarson), Ritsafn IV (Rv. 1953), bls. 285.
5) Matthías Þórðarson, op. cit., bls. 48—66.
6) Matthías I-órðarson, íslenzkir listamenn II. Rit Listvinafjelags Islands II
(Rv. 1925), bls. 90—104.
7) Matthías Þórðarson, ibid., bls. 105—117.
8) Páll Briem, Sigurður Guðmundsson málari. Andvari. Tímarit Hins íslenzka
Þjóövinafélags, 15. ár (Rv. 1889), bls. 5.
9) Óprentuð skrá Þjóðminjasafns Islands.
10) Jón Auðuns, Sigurður Guðmundsson málari (Rv. 1950), bls. 18.
11) Þjóðólfur, 40. ár. Nr. 17 (Rv. 1888), bls. 66.
12) Helgi Einarsson Helgesen, Æfiágrip Sigurðcur málara Guðmundssoncur.
Minningarrit eptir Sigurð Guðmundsson málara (Rv. 1875), bls. 6.