Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 6
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Birg-is Kjarans alþingismanns. Árni ljósmyndari
og tónskáld, sonur Árna landfógeta, hefur eign-
ast myndina3) eftir foreldra sína, en mun hafa
gefið Birgi hana. Birgir var systurdóttursonur
hans, en dótturdóttursonur Árna landfógeta.
Eftirmynd (ljósmynd) er til í Þjóðminja-
safni.
') Verður ekki mæld nákvæmlega vegna frágangs við
innrömmun. 2) í bréfasafni Sigurðar í Þjóðminjasafni.
3) Talinn eigandi í sýningarskrá Minningarsýningar
Þjóðminjasafnsins 1833—1958 [Rv. 1958].
3 Arnljótur Ólafsson (1823—1904) prestur, Sauðanesi. Olíumálverk
á striga, 65.7 X 55 cm. Áritun engin. Gerð á námsárum Sigurðar í
Kaupmannahöfn.1) Eigandi Listasafn Islands
(nr. 378). 1 óprentaðri skrá Listasafnsins segir
Matthías Þórðarson 23.9. 1930: „Keypt af
(laun)-dóttur Arnljóts, frú Jóhönnu Nielsen í
Kaupmannahöfn, samkvæmt ósk forstöðumanns
safnsins ... Jón Guðmundsson gaf Jóhönnu
myndina eptir lát Sigurðar. Arnljótur hafði
aldrei viljað borga Sigurði andvirði hennar.“
Matthías hefur án efa haft góðar heimildir
fyrir þessu því að í bréfi sem hann skrifar
Menntamálaráði í apríl eða maí 19302) kemur
fram að hann hefur verið kunnugur Jóhönnu Nielsen og séð myndina
oftar en einu sinni. Þar kemur líka fram að eigandinn hefur þá gefið
safninu kost á að kaupa myndina. Fer Matthías þess á leit í bréfinu
að Menningarsjóður leggi fram fé til kaupanna. Bréf fóru og milli
Jóhönnu og Matthíasar um sendingu myndarinnar til Islands.3)
1 uppskrift á eftirlátnum munum Sigurðar er nefnd „Olíumynd af
Arnljóti Ólafssyni“ og virt á 5 rd.4) Á uppboðinu sem haldið var
í Glasgow á eignum dánarbúsins var myndin seld Tómasi Hallgríms-
syni á 5 rd. og 3 sk.5) Ekki er ljóst hvernig myndin hefur síðan
komist í eigu Jóns Guðmundssonar.
Um málverkið segir Páll Briem eftirfarandi skrýtlu: „Einu sinni
var sú mynd út í glugga á gamla spítalanum. Gekk Bjarni rektor þá
fram hjá, hugðist hann sjá A r n 1 j ó t í glugganum og tók ofan fyrir
honum með mestu virktum.“°)
Eftirmynd (Ijósmynd) í Þjóðminjasafni er Mms. 18938.