Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 7
mannamyndir sigurðar málara
13
1) Páll Briem, op. cit., bls. 6; Helgi E. Helgesen, op. cit., bls. 5. 2) Ódagsett í
bréfasafni Þjóðminjasafns. 3) Dags. 12. og 25. ág. 1930, í bréfasafni Þjms. *)
Uppskripta- og virðingar-bók, Þjskjs. XXIII, 1, bls. 176. 5) Uppboðsbók 1873—
1875, Þjskjs. XXIV, 13, bls. 209. — Tómas sá sem kaupir myndina gæti tímans
vegna verið Tómas Hallgrímsson, síðar prestur á Völlum í Svarfaðardal. Hann
er Þá í Prestaskólanum. (i) Páll Briem, op. cit., bls. 6.
4 Ásgeir Einarsson (1809—1885) bóndi og alþingismaður, Þingeyr-
um. Blýantsteikning, 29.4 X 23.6 cm.1) Árituð: SigurSr Gu'önmnds-
son 1861, í vinstra horni að neðan. Gerð eftir
heimkomu Sigurðar frá námi, líklega í Reykja-
vík, því að Ásgeir sat þá á Alþingi.
Myndin var í eigu afkomenda Ásgeirs, fyrst
Jóns Ásgeirssonar (1839—1898) á Þingeyrum,
þá Guðjóns Jónssonar (1860—1930) á Leys-
ingjastöðum og loks Aðalsteins Guðjónssonar (f.
1899), nú í Reykjavík. Aðalsteinn kveðst hafa
afhent þessa mynd auk annarrar (sjá nr. 45,
Jón Jónsson, Melum) Bjarna Jósefssyni efna-
fræðingi. Muni þetta hafa gerst einhverntíma á
árunum 1930—40 og hafi þá báðar myndirnar verið í vönduðum um-
gerðum undir gleri.2) Óvíst er hvar myndin er nú niður komin.
Eftirmyndir í Þjóðminjasafni: Mms. 4297 a) b), 18924, 18968. Um
Mms. 4297 segir Matthías Þórðarson: „ . .. eptir frummynd Sigurð-
ar Guðmundssonar frá 1861 . . . í eigu Guðjóns Jónssonar á Leys-
ingjastöðum."3)
Á þessari ljósmynd má vel greina áritun Sigurðar.
') Samkvæmt mælingu Matthíasar Þórðarsonar, sbr. ópr. skrá Mannamynda-
safns við Mms. 4297. 2) Upplýsingar frá Aðalsteini Guðjónssyni í simtali 23.6.
1977. 3) óprentuð skrá Mannamyndasafns 20.2. 1926.
5 Benedikt Vigfússon (1797—1868) prestur, Hólum. Þann 17.6. 1952
afhenti sr. Jón Auðuns Þjóðminjasafninu ljósmynd af teikningu og
er hún skráð í Mms. nr. 18931. Hefur myndin áður verið í eigu Jens
Bjarnasonar bókhaldara, Reykjavík. Á hlífðarkápu myndarinnar er
áletrun: „Til Jens Bjarnasonar Máfahlíð 38 Rv. frá S. Þ. 25/2 ’51.
Benedikt Vigfússon prófastur Hólum í Hjaltadal. Eftir frummynd
Sigurðar Guðmundss. málara, úr eigu Arasensfeðga á Flugumýri,
eftir þá átti myndina fröken Guðlaug Arasen, þá frú Kristín Þor-