Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 9
MANNAMYNDIR SIGURÐAR MÁLARA
15
mynd frummyndarinnar, stækkaða ljósmynd, 48 X 31 cm, og sýnist
vera dregið ofan í hana með blýanti. Ekki sést áritun Sigurðar á þeirri
mynd, en höfundareinkenni hans leyna sér ekki.
Ljósmyndin er nú eign Þjóðminjasafns, kom til safnsins 19.4. 1961,
dánargjöf frá próf. Ólafi Lárussyni.
x) Sbr. t. d. minnisgrein í skjölum Þjóðminjasafns og munnlegar upplýsingar
eftir afkomendum sr. Lárusar, einkum börnum Ólafíu Lárusdóttur.
7 Björn Gunnlaugsson (1788—1876) yfirkennari. Blýantsteikning,
29.7 X 23 cm. Árituð í neðra horni til vinstri, á ská: Sigurðr Guð-
mundsson 1859. Vel varðveitt, en nokkuð blökk.
1 nýlegri umgerð undir gleri. Myndin er gerð í
Reykjavík eftir heimkomu Sigurðar. Skólapiltar
fengu Sigurð til að gera myndina og létu stein-
prenta hana í heiðursskyni við Björn, en ágóði
af sölu skyldi renna í Bræðrasjóð.1) Steinprent-
ið var gert hjá I. W. Tegner & Kittendorffs lith.
Inst. (sjá t. d. Mms. 81). Á prentmyndinni
stendur að neðan til vinstri Sigurdr Gudmunds-
son del. 1859. Gröndal segir í Dægradvöl að
myndin sé ágæt.2)
Frummyndin er nú eign Þjóðminjasafnsins og er skráð Mms. 164.
Hún kom til safnsins 30.5. 1911, en þess getur ekki í skránni hvernig
safnið eignaðist hana né hverjir voru fyrri eigendur. Nokkur eftir-
grennslan meðal afkomenda Björns hefur engan árangur borið. Ef til
vill hefur hún verið eign Bræðrasjóðs og í vörslu Lærða skólans.3)
2) Di'. Jón Helgason, Árbækur Reykjavíkur 1786—1936 (Rv. 1941), bls. 165;
Þjóðólfur, 12. árg. (Rv. 1860), bls. 108. Sig-urður virðist líka hafa séð um að láta
gera steinprentið, sbr. bréf til hans frá Edvald Johnsen, dags. 27. ág. 1859, í
bréfum Sigurðar í Þjms. 2) Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), op. cit., bls.
335 nm. 3) Þess má geta að í uppskrift á eftirlátnum eigum Egils Egilssonar
(Skiptaréttarbók 1891—1903, Þjskjs. XXIX, 10, bls. 173) er nefnd „Mynd af
Gunnlaugsen", virt á kr. 11.50. Er hún furðu hátt metin, ef þetta hefur verið
steinprentið, því að í uppskriftinni er „Lithographi (Rosenberg)“ metin á kr. 2.00.
8 Bogi Thorarensen Bjarnason (1822-1867) sýslumaður. Túsk-
teikning, 21 X 17 cm. Árituð í vinstra horni að neðan, lítið eitt á
ská: SigurSr GuSmundsson 1853. Myndin er límd á blað og er skrifað
á það undir miðja mynd: B. Thorarensen. Virðist það vera eigin-