Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 10
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
handaráritun Bog-a. Myndin er nú í umgerð und-
ir gleri og vel varðveitt.
Gerð á námsárum Sigurðar í Kaupmannahöfn.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 7457. Kom
til safnsins 10.11. 1939, dánargjöf frá Herdísi,
dóttur Boga, konu Jóseps Jónssonar Hjaltalíns
organista í Stykkishólmi.
9 Brynjúlfur Benedictsen (1807—1870) kaupmaður, Flatey. Olíu-
málverk á striga, 37 X 29 cm, í gylltum, 4 cm br. ramma gamallegum.
Engin áritun. Mjög vel varðveitt. Talin gerð í
Breiðafjarðarferð Sigurðar 1858. Matthías
Jochumsson á eflaust við þessa mynd af Brynj-
úlfi þar sem hann segir: „Til er góð mynd af
honum, tæplega fimtugum, eftir Sigurð mál-
ara, og sömuleiðis af frú Herdísi, konu
hans . . .“1)
Myndin hefur lengst af verið í eigu afkom-
enda Brynjúlfs. Eigandi hennar nú er Hólmfríð-
ur Zoega, ekkja Geirs G. Zoega vegamálastjóra.
Sigríður dóttir Brynjúlfs giftist Sigurði John-
sen, kaupmanni í Flatey, en þeirra dóttir var Bryndís, kona Geirs T.
Zoega rektors og móðir Geirs vegamálastjóra.
Blýantsteikning af Brynjúlfi í Þjóðminjasafni eftir Þóru Thorodd-
sen Pétursdóttur (Þ. & Þ. Th. 161) er áreiðanlega gerð eftir málverk-
inu, en jafnframt hefur Þóra gert sér far um að stæla teiknistíl Sig-
urðar málara.
Eftirmyndir (ljósmyndir) eru til í Þjóðminjasafni.
J) Matthías Jochumsson, Sögulcaflar af sjálfum mér (Rv. 1922), bls. 82.