Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 11
mannamyndir sigurðar málara
17
10 Daði Bjarnason (1565—1633) bóndi, Skarði, Skarðsströnd.
Blýantsteikning, 20 X 16 cm, eftir mynd á prédikunarstól í kirkj-
unni á Skarði. Neðst á blaðinu undir myndinni
stendur skrifað: Da'ðe Bjarnarson . .. dó
16Í3,1) 68 ára ( alt svart en handskamir gulir.
Um myndina að öðru leyti sjá grein nr. 1, Arn-
fríður Benediktsdóttir.
!) Þetta dánarár kemur ekki lieim t. d. við Páll E. Óla-
son: íslenzkar æviskrár frá lanclnámstímum til ársloka
1940, I (Rv. 1948), bls. 299, ekki heldur við aldurinn
„68 ára“, ef miðað er við ártalið 1565 sem almennt er
talið fæðingarár Daða.
11 Daði Níelsson (1809—1856) „fróði“. Pennateikning, 15.7 X 10.2
cm, í Myndabókinni. Neðan til á myndreitnum, sem er afmarkaður
með strikum, stendur lengst til vinstri á ská: S.
GuSmunsson1) og síðan: D Níelsson2), lengra til
hægri: Fróði og enn lengra til hægri yst í mynd-
reitnum: 18A9.
Á bókarblaðið neðan við myndina er límdur
miði, sem á er skrifað með rithendi Daða sjálfs:
úngdoms fiörid deyr og dvin, dofnar blómin
frídi,
farin hárs er fegurd Mín, og fölnud Andlits
prýdi.
D. N.
Vísan gefur í skyn að myndin sýni ellimörk á Daða, sem er þó
aðeins fertugur þegar myndin er gerð.
Blaðið með þessari mynd hefur einhvern tíma verið losað úr bók-
inni og límt inn aftur, enda er skrifað aftan á það með rithendi
Matthíasar Þórðarsonar: „Þetta blað afhenti Daníel Daníelsson safn-
inu að gjöf 31.1. 1924. Hefur fengið það hjá Sigfúsi Eymundssyni.“3)
Sé sú tilgáta rétt er sennilegast að Sigurður hafi sjálfur losað blaðið
úr bókinni og gefið Sigfúsi, því að þeir höfðu mikið saman að sælda,
meðal annars í sambandi við Þjóðhátíðina 1874.
!) Svo. 2) Stælt eftir rithendi Daða? 3) Sigfús var mágur Daníels, giftur Sol-
veigu systur hans.
12 Daði Níelsson „fróði“. Pennateikning, 15.5 X 10.5 cm. Neðst á
blaðinu stendur: 183U. D Níelsson fæddur 22. júlí 1809. Eign Þjóð-
2