Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
22
innan tvítugt; hún er snildarlega vel gjörð, að sjá, úr jafntorsóktu
efni. Eg sá aldrei Gísla Konráðsson, get því ekki borið um, hversu hún
er lík; en kunnugir menn, sem þektu Gísla og
sáu hann, segja, að myndin sé furðanlega lík,
og hafi flest eða öll þau höfuðeinkenni, er hann
hafði og þó hún sé ekki að öllu lík, eins og
nokkrir segja, er þektu vel Gísla, þá er hún samt
furðanlega vel gjörð. Sigurður málari hafði
þessa mynd með sér til Kaupmannahafnar, er
hann fór þangað fyrst . . ,“2)
Benedikt Gröndal segir um þessa mynd í
Dægradvöl: „Sigurður Guðmundsson málari . . .
hafði gert relief eða upphleypta profil-mynd
af Gísla Konráðssyni, föður Konráðs; ég sá myndina því Konráð fékk
hana, hún var úr hörðum basalt eða anamerit, svört."3) Ekki er víst
að þetta beri að skilja svo að Konráð hafi átt myndina þó að hún væri
í hans vörslum þegar Gröndal sá hana.
Eftir þessari mynd gerði Magnús Pálsson listamaður stækkaða af-
steypu sumarið 1977 til að setja á minnisvarða um Gísla Konráðsson
hjá Glaumbæ í Skagafirði.
Svipaða mynd á Sigurður að hafa gert af Níelsi skálda.4)
]) Helgi E. Ilelgesen, op. cit., bls. 3; Páll Briem, op. cit., bls. 4. 2) Sigurður
Vigfússon, Skýrsla um Forngripasafn íslands í Reylcjavík II, 1. 1871—1875 (Rv.
1881), b!s. 70—71; sbr. ópr. dagbók safnsins 1875, bls. 50. 8) Benedikt Gröndal
(Sveinbjarnarson), op. cit., bls. 405. 4) Páll Briem, op. cit., bls. 4.
20 Gísli Þorláksson (1681—1684) biskup. Pennateikning litborin,
í Myndabókinni. Undir myndinni stendur skrifað: 1849 Gísli Þorláks-
son Biskup. Myndin er bersýnilega gerð eftir
olíumálverki því af Gísla biskupi og konum
hans þrem sem áður var í Hólakirkju,1) en nú
er í Þjóðminjasafni (Þjms. 3111). Eftirmynd
þessi er ekki fjarri sanni, en heldur viðvanings-
lega gerð.
1) Sbr. Sigurður Vigfússon, Rannsóknarferð um Húna-
vatns og Skagafjarðar sýslur 1886. Árbólc liins íslenzka
fornleifafélags 1888—1892 (Rv. 1892), bls. 99.