Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 17
mannamyndir sigurðar málara
23
21 Grímur Thomsen (1820—1896) skáld. Blýantsteikning', 21.5X16.5
cm. Áritun engin, en handbragð Sigurðar auðþekkt. Aftan á mynd-
blaðinu stendur skrifað: Einar Friögeirsson.
Nokkuð blettótt af fúa eða raka. I nýlegri um-
8'erð undir gleri.
Eftir aldri Gríms á myndinni er líklegast að
hún sé gerð á Hafnarárum Sigurðar. 1 því sam-
bandi er athyglisvert að báðir voru á þeim tíma
í nánum kynnum við Konráð Gíslason pró-
fessor.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 22335. Var
keypt á uppboði 9.10. 1959, sögð úr dánarbúi sr.
Einars Friðgeirssonar á Borg. Jakobína, kona
sr. Einars, var bróðurdóttir og nafna konu Gríms og auk þess fóst-
urdóttir þeirra hjóna.
22 Guðbrandur Vigfússon (1827—1889) prófessor, Oxford. Blýants-
teikning, 12 X 9 cm. Engin áritun. Aldur Guðbrands á myndinni
bendir til námsára Sigurðar í Kaupmannahöfn,
þar sem þeir hafa verið samtíða.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 1240. Færð
í skrá Mannamyndasafns 29.10. 1917: „tír
brjefa- og teikninga-safni Sigurðar málara Guð-
mundssonar." Hér hlýtur að vera átt við syrpu
þá sem var í kofforti Sigurðar sem sr. Pétur í
Grímsey bróðir hans gaf safninu 1885 og áður
getur.
23 Guðbrandur Vigfússon prófessor, Oxford.
Blýantsteikning, 15 X 8.5 cm, á hálfgagnsæjan
pappír. Virðist vera frumdrög eða skissa mynd-
ai’ nr. 22. Á sama blaði þversum neðan við and-
litsmyndina er blýantsmynd af dýrs(geithaf-
uls ?) haus.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 1240. Þar
sem teikning þessi er tölumerkt eins og framan-
greind mynd (nr. 22) af Guðbrandi er líklegt að
þær hafi fylgst að, þótt þess sé ekki getið í safn-
skrá.