Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 18
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
24 Guðlaug Aradóttir (1804—1873) húsfreyja, Reykjavík. Blýants-
teikning, 30.7 X 23.5 cm. Áritun: Sigurör Guðmundsson 1860, í hægra
horni að neðan, á ská. Myndin samkvæmt þessu
gerð í Reykjavík. Nokkuð blettótt af raka, eink-
um neðan til vinstra megin.
Eign Þjóðminjasaíns, skrásett Mms. 18316.
Barst safninu 12.10. 1950, gjöf frá Kristínu Þor-
valdsdóttur, en Guðlaug var afasystir hennar.
Áður átti myndina Guðlaug Arason kennari,1)
bróðurdóttir Guðlaugar Aradóttur.
1) Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Þorvaldsdótt-
ur í símtali 4.7. 1977.
25 Guðmundur Olafsson (1800—1861) bóndi, Vindhæli. Þann 14.12.
1925 gaf Katrín, ekkja Guðmundar prófessors Magnússonar, Þjóð-
minjasafninu ljósmynd af teikningu (skráð
Mms. 4280) af Guðmundi á Vindhæh, en hann
var afi próf. Guðmundar. Frummyndin var þá
enn til, en er nú talin glötuð. Þetta hefur ber-
sýnilega verið blýantsteikning, en um stærð
hennar verður ekki ráðið af ljósmyndinni. Hins
vegar má óglöggt greina áritun Sigurðar í neðra
horni til vinstri lítið eitt á ská, en þar virðist
standa: Sigurör Guðmundsson 1856. Hún hefur
því verið gerð í Norðurlandsferðinni. Guðmund-
ur á Vindhæli var föðurbróðir Sigurðar.
Myndin er talin hafa verið í eigu afkomenda Guðmundar, þeirra
sem bjuggu á Vindhæli, en þeir voru: Sigurlaug dóttir hans, gift
Lárusi Bergmann Þorbergssyni, Soffía dóttir þeirra, gift Guðmundi
Sigvaldasyni og Lárus (f. 1896) sonur þeirra. Var hann síðasti bóndi
á Vindhæli af þeirri ætt, en býr nú á Skagaströnd. Þegar Lárus flutt-
ist frá Vindhæli varð myndin þar eftir og eyðilagðist þar með ein-
hverjum hætti.1)
O Murmleg heimild: Páll læknir Kolka.
26 Guðmundur Pétursson (1748—1811) sýslumaður, Krossavík. Úr-
klippa, brjóstmynd, 5 X 3.6 cm, límd á móleitt spjald, 12.7 X 9 cm.
Virðist þannig gerð að dregið hefur verið með blýanti ofan í daufa
Ijósmynd af rauðkrítarteikningu Sæmundar Hólms af Guðmundi