Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Síða 20
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eftirmyndir í Þjóðminjasafni: Mms. 9020 og 1830 og ein ótölusett,
tekin á Kiðjabergi 5.6. 1975.
]) Sbr. mynd af Gunnlaugi Oddssyni (sjá þar).
29 Hallgrímur Jónsson? (1787—1860) „læknir“, rímnaskáld, Mikla-
garði. Blýantsteikning, 6.5 X 8 cm, gerð sem andlitsgríma. Á mið-
anum eru engin auðkenni né áritanir sem gefi
nánari vísbendingu um myndina.
Myndin kom til safnsins 1885 í syrpu þeirri
úr eigu Sigurðar, sem sr. Pétur í Grímsey, bróð-
ir hans, gaf safninu eins og fyrr getur. 1 riti
sínu um Sigurð málara segir Lárus Sigurbjörns-
son að þessi mynd sé „ . . . sennilega af Hall-
grími lækni Jónssyni . . Á1) 1 bók sr. Jóns Auð-
uns um Sigurð er hún og prentuð sem mynd af
Hallgrími.2)
Ekki er augljóst hvaða rök eru fyrir því að
myndin sé af Hallgrími. Á lausum bláum miða í syrpu Sigurðar í
Þjóðminjasafni stendur: ,,Sjer[a] Ólafur Seigir þettað muni vera
Hallgrímur Læknir.“ Vera má að þessi miði hafi einhvern tíma fylgt
myndinni, en seinna orðið viðskila við hana,3) a.m.k. verður hann
nú með engu móti bendlaður við þessa mynd öðrum fremur. Lárus
giskar á að hún sé gerð 1856,4) kannski vegna þess að á því ári
gerði Sigurður flestar myndir sínar af Norðlendingum. Hins vegar
er hún afar áþekk teikningu Sigurðar frá 1849 af Gísla Konráðssyni
(sjá nr. 18). Mætti jafnvel hugsa sér þessa mynd sem einhvers konar
frumgerð eða drög til myndar af Gísla, svo sterkt er svipmótið.
>) Lávus Sigurbjörnsson, op. cit., bls. 104. Myndin er prentuð í Skírni, 123. árg.
(Rv. 1949), bls 43. 2) Jón Auðuns, op. cit., bls. 48. 8) Á öðrum svipuðum miða
stendur með sömu rithendi (líklega Sigurðar sjálfs): „Sjera Ólafur seigir þettað
vera mind af Sigvalda skáld[a] Jónssyni sem var hjer við vörð suður á heiðum.“
Ekki verður hann nú settur í samband við neina mynd Sigurðar. 4) Lárus Sigur-
björnsson, op. cit., bls. 104.