Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 21
mannamyndir sigurðar málara
27
30 Hallgrímur Melsteð (1853—1906) landsbókavörður. Blýantsteikn-
ing, 28.5 X 23 cm. Árituð í vinstra horni að neðan: Sigurðr GuS-
mundsson 18ö8. 1 breiðum (5 cm) gylltum
ramma undir gleri. Smáir blettir eða dílar á
niyndblaðinu. Þegar myndin var gerð, var Páll,
faðir Hallgríms, amtmaður í Vesturamtinu og
sat í Stykkishólmi. Er hún því eflaust gerð þar í
Breiðafjarðarferð Sigurðar.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 10616.
Barst safninu 14.5. 1942, dánargjöf frá Sigríði
Thorarensen. Gefandinn var dóttir Vigfúsar
sýslumanns Thorarensen og Ragnheiðar, hálf-
systur Hallgríms. Hallgrímur átti enga af-
komendur, og má því vera að Ragnheiður hafi eignast myndina
eftir hans dag.
31 Hallgrímur Scheving (1781—1861) yfirkennari. Blýantsteikn-
ing, 26.6 X 20.4 cm. Ekki árituð, en með skýrum einkennum Sigurð-
ar. Vel varðveitt. Líklegt er að hún sé gerð í
Reykjavík eftir heimkomu listamannsins.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 16063. Kom
til safnsins 11.7. 1944. Gefandi Níelsína Abígael
Olafsdóttir, ekkja Daníels Daníelssonar dyra-
varðar. Áður (sjá nr. 11, Daði Níelsson) hefur
verið gerð grein fyrir því hvernig hann muni
hafa eignast myndir Sigurðar.
I Sunnanfara V, 3, 1895, bls. 18, er prent-
mynd (tréstunga eftir H. P. Hansen) af Hall-
grími. Sú mynd er vafalaust gerð með hliðsjón
af teikningu Sigurðar, en er ekki ýkja nákvæm. Hún fær ekki góðan
vitnisburð hjá Gröndal: „Mynd Skevings er í Sunnanfara (1895), al-
veg ólík honum.“]) Ekki kemur fram að Gröndal þekki frummynd
Sigurðar.
]) Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), op. cit., bls. 333 nm.
32 Helgi Hálfdánarson (1826—1894) lektor. Blýantsteikning,
36.4 X 26.3 cm að spjaldstærð.1) Áritun er engin sýnileg, en ekki um
höfundinn að villast. Myndin er í umgerð undir gleri. Móleitir flekk-
ir hér og hvar.