Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 23
mannamyndir sigurðar málara
29
34 Helgi Thordersen (1794—1867) biskup. Blýantsteikning, spjald-
stærð 40.2 X 29.51) Áritun í vinstra horni að neðan, lárétt: Sigurðr
Guðmundsson 1856. Nú í umgerð undir gleri.
Sæmilega varðveitt, en þó eru nokkrir smáflekk-
ir á myndblaðinu.
Ekki er alveg ljóst hvar myndin er gerð. Jón
Auðuns telur hana gerða í Kaupmannahöfn2)
og getur það staðist tímans vegna. Ilelgi biskup
mun hafa farið til Kaupmannahafnar um þetta
leyti til að herða á Stefáni syni sínum við laga-
námið.3)
Eign Þjóðminjasafns. Barst safninu 14.8.
1942, skráð Mms. 10688. Gefandi var Haukur
Thors framkvæmdastjóri. Helgi biskup var langafi konu Hauks, Sofíu
Láru, f. Hafstein. Líklegt er því að myndin hafi alla tíð verið í eigu
afkomenda Helga biskups, sennilega fyrst sr. Stefáns Thordersen og
síðan Ragnheiðar Hafstein, móður Sofíu Láru.
') Blaðstærð verður ekki mæld vegna frágangs við innrömmun. 2) Jón Auðuns,
op. cit., bls. 50. 3) Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), op. cit., bls. 418.
35 Herdís Benedictsen (1820—1897) hús-
freyja, Flatey. Olíumálverk á striga, 37 X 29
cm, í gylltum, 4 cm br. rannna gamallegum.
Áritun engin. Myndin er mjög vel varðveitt.
Hún er jafnstór og að öllu leyti áþekk og líkt
frá gengin og myndin af Brynjúlfi, manni Her-
dísar (sjá nr. 9 hér að framan).
Um aldur myndarinnar og eigendur hennar
fyrr og nú má einnig vísa til þess sem þar seg-
ir því að þessar tvær myndir hafa ávallt fylgst
að.