Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 24
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
36 Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812—1876) húsfreyja, Reykjavík.
Til var blýantsteikning af Hólmfríði með áritun Sig'urðar: Sigurör
Gudm: 1859, í hægra horni að neðan, á ská. Síð-
ast átti þá mynd Þuríður Sigurðardóttir fanga-
varðar, sonardóttir Hólmfríðar. Myndin eyði-
lagðist í eldsvoða þegar barnaheimilið Vorblóm-
ið1) í Kaplaskjóli við Reykjavík brann 17. okt.
1934. Fór þá sömu leið mynd Sigurðar af Jóni
ritstjóra Guðmundssyni (sjá þar), manni Hólm-
fríðar.
Af teikningunni eru til í Þjóðminjasafni
nokkrar Ijósmyndir: Mms. 962, 977, 18928,
18959, 24913 auk einnar sem er ótölusett. Má
glöggt greina áritun Sigurðar á ljósmyndunum, svo og höfundarein-
kenni hans.
>) ÞuríCur veitti því forstöðu.
37 Ingibjörg Ebenesersdóttir Magnússen (1812—1899) húsfreyja,
Skarði, Skarðsströnd. Blýantsteikning, 29.6 X 23.4 cm. Áritun í neðra
horni til vinstri, nokkuð á ská: Sigurðr Gu'ö-
mundsson 1858. Rakaflekkir sjást á neðra jaðri
blaðsins og í neðra horni hægra megin. Sam-
kvæmt árituninni má telja víst að myndin sé
gerð í ferð Sigurðar um Breiðafjarðarbyggðir,
sbr. mynd af Arnfríði Benediktsdóttur og Daða
Bjarnasyni (sjá þar).
Eigandi myndarinnar er Elínborg Bogadóttir
á Skarði, en lngibjörg Ebenesersdóttir var
amma hennar. Hefur myndin víst alla tíð verið
í eigu Skarðsfólks. I Þjóðminjasafni eru til 2
ljósmyndir af henni, ótölusettar.
38 Ingunn Jónsdóttir Ólsen (1817—1897) húsfreyja, Þingeyrum. Á
ljósmynd í eigu sr. Jóns Auðuns, fv. dómprófasts, stendur skrifað
með hendi Björns M. Ólsens sem var sonur Ingunnar: ,,Tekið eftir
blíantsteikningu Sigurðar Guðmundssonar málara 1856. Ingunn Jóns-
dóttir fædd 12. mars 1817.“ Teikningin hefur samkvæmt því verið
gerð í Norðurlandsferð Sigurðar.