Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Page 25
mannamyndir sigurðar málara
01
ol
Þessa Ijósmynd hefur Björn látið Pétur Brynj-
ólfsson gera eftir frummyndinni, sem nú er tal-
in glötuð. Sr. Jón Auðuns kveðst árangurslaust
hafa reynt að grafast fyrir um afdrif hennar.
Seinni maður Ingunnar var Pétur Kristófers-
son á Stóruborg. Þau skildu síðar. Hj á þeim var
í æsku Margrét, dóttir Ingunnar af fyrra hj óna-
bandi. Sr. Jón Auðuns hefur eftir henni að Pét-
ur hafi þrátt fyrir skilnaðinn reynst þeim mæðg-
um mjög vel og gætt fyllstu nákvæmni í því að
afhenda úr búinu allt sem hann taldi þeim til-
heyra. Sr. Jón telur því ólíklegt að myndin hafi orðið innlyksa þar,
hitt sé sennilegra að hún hafi lent á Þingeyrum hjá Ingunni yngri,
konu Jóns Ásgeirssonar,1) en hún var dóttir Ingunnar J. Ólsen.
ó Upplýsingar í símtali 5. okt. 1976 og síðar.
Jóhanna Arnljótsdóttir, sjá Sigríður Arnljótsdóttir.
39 Jón „Englendingur“. Blýantsteikning, 21.4 X 18 cm. Neðarlega í
vinstra horni stendur: Jón „Englendingur“ 1851. Samkvæmt þeirri
tímasetningu ætti myndin að vera gerð í Kaup-
®annahöfn. Myndin er ótölusett og fylgdi syrpu
þeirri sem kom frá sr. Pétri bróður Sigurðar og
víðar getur í þessari skrá.
Maðurinn sem myndin er af gæti verið Jón,
yngri bróðir Sigurðar Jónssonar (Johnsens)
kaupmanns í Flatey; að sögn Benedikts Grön-
dals hlaut Jón sá þetta viðurnefni af því að hann
„fór einu sinni að læra ensku, en varð ekkert
úr“ og segir að hann hafi verið „mörg ár í þjón-
ustu Clausens."1) Jón þessi virðist hafa feng-
ist við verslunarstörf og kaupsýslu í ýmsum stöðum við Breiðafjörð,
því að Matthías Jochumsson minnist í Söguköflunum á „spekúlants-
ferð“ sem hann fór norður í Skagafjörð með þessum frænda sínum
sem hann kallar „lausakaupmann".2) Og í dagbók úr íslandsferð frá
1871 segir William Morris frá manni sem varð á vegi þeirra föru-
nauta á Snæfellsnesi og hann nefnir: „Jón Englendingr, the clerk of
the Ólafsvík merchant."3)