Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 26
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
x) Benedikt Gröndal, op. cit., bls. 435. 2) Matthías Jochumsson, op. cit., bls. 115,
116. 3) Icelandic Journals by William Morris (Travellers’ Classics) (Fontwell,
Sussex, 1969), bls. 136 og 139.
40 Jón Árnason (1819—1888) þjóðsagnasafnari. Árið 1930 gaf
Theódóra Thoroddsen Þjóðminjasafninu tvær ljósmyndir af teikn-
ingum, nú skráðar Mms. 4760. 1 safnskrá1) 13.2.
1930 segir Matthías Þórðarson um þær: ,,Jón Árna-
son, landsbókavörður; tvær litlar Ijósmyndir, saman
á smáspjaldi (4 X 5.6) af teiknuðum myndum af
honum, líklega eftir Sigurð málara Guðmundsson.“
Við þessa lýsingu er litlu að bæta. Þar sem mynd-
irnar eru smáar (2.3 X 2.3 cm) og fremur daufar er
ekki auðvelt að greina hvort þær eru með handbragði
Sigurðar, en ekki skal það véfengt. Þetta virðast hafa
verið skyndimyndir og ekki mikið til þeirra vandað.
Af vangasvip Jóns á myndunum er ekki gott að
ráða aldur hans, en hugsanlegt er að þær séu gerðar
einhvern tíma á fyrstu Reykjavíkurárum Sigurðar eftir heim-
komuna.
!) Ópren.tuð skrá Mannamyndadeildar Þjóðminjasafns.
41 Jón Eiríksson (1728— 1787) konferensráð. Pennateikning, 18 X
13.1 cm, í Myndabókinni. Brjóstmynd, sér á vinstri vanga. Boga-
dregin skrautumgjörð afmarkar myndreitinn.
Innan hans fyrir neðan brjóstmyndina stendur:
J Erichsen, sem virðist stæling á rithendi Jóns.
Fyrir neðan myndreitinn er skrifað: Sigurdur
Gudmundsson 181+8. Ekki er kunnugt um beina
fyrirmynd að umgjörðinni, en brjóstmyndin
sjálf er teiknuð eftir alþekktri koparstungu eftir
E.C.W. Eckersberg, sem prentuð er framan við
ævisögu Jóns Eiríkssonar1) og einnig til sér-
prentuð.2)
2) Æfisaga Jóns Eyríkssonar ... Samantekin af Sveini Pálssyni eptir tilhlutan
Bjarna Thorsteinssonar ... (Kh. 1828); sbr. Matthías Þórðarson, Brjóstlíkneski
af Jóni Eiríkssyni eftir Bertel Thorvaldsen, Eimreiðin, 26. ár (Uv. 1920), bls. 178.
2) Sbr. Mms. 5759, 18413 og 23101.
i