Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 28
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
44 Jón Jónsson (1772—1866) prestur, Grenjaðarstað. Til var mynd
af sr. Jóni eftir Sigurð. Eftir Ijósmyndum að dæma hefur það verið
blýantsteikning með áritun í vinstra horni að
neðan, lítið eitt á ská: Sigurðr Gu'ömundsson
1856, og samkvæmt því gerð í Norðurlandsför-
inni.
Það er almennt mál að þessi mynd hafi bor-
ist til Danmerkur1) og líklegt að hún hafi glat-
ast þar. Nokkrir afkomendur sr. Jóns ílentust
í Danmörku, svo sem Hildur Johnsen, dóttir
hans, svo og dóttursynir lians tveir, Edvald
Johnsen og Jón Aðalsteinn Sveinsson.
Margar eftirmyndir (ljósmyndir) eru til í
Þjóðminjasafni, flestar tölusettar og gefa sumar þeirra allglögga
hugmynd um frumteikninguna.
!) Sbr. t. d. Jón Auðuns, op. cit., bls. 100 (texti við mynd nr. 25). Hann tilgreinir
ekki heiniild.
45 Jón Jónsson (1787—1860) sýslumaður, Melum. Blýantsteikning,
22.7 X 16.6 cm.1) Áritun í vinstra horni að neðan, nokkuð á ská:
SigurSr Guihnundsson 1856, og myndin sam-
kvæmt því gerð í Norðurlandsferðinni.
Eigandi er Bergur Bjarnason hæstaréttarlög-
maður, Garðabæ.2) 1 Mannamyndadeild Þjóð-
minjasafns eru fjórar ljósmyndir (Mms. 4020,
4296 a) b) og 14955) af l'rumteikningunni. Um
4296 a) b) sem komu til safnsins 20.2. 1926,
segir Matthías Þórðarson: „Jón Jónsson kam-
merráð á Melum í Hrútafirði . .. Ijósmyndir 2
. . . gerðar eptir frummynd Sigurðar Guð-
mundssonar málara frá 1856, st. 22.7 X 16.6,
í eigu Guðjóns Jónssonar frá Leysingjastöðum.“
Þessi mynd af Jóni á Melum og mynd Sigurðar af Ásgeiri á Þing-
eyrum virðast hafa fylgst að4) þar til báðar voru afhentar Bjarna
Jósefssyni, föður Bergs, núverandi eiganda myndarinnar. 1 greininni
hér að framan um myndina af Ásgeiri Einarssyni (sjá þar) er nánar
rakinn ferill myndanna.
>) Samkvæmt mælingu Matthíasar Þórðarsonar, þegar myndin var í eigu Guð-
jóns Jónssonar frá Leysingjastöðum. 2) Skv. sýningarskrá Minningarsýningar